Innlent

Heimir stýrir Sprengisandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heimir Karlsson mun stýra Sprengisandi á Bylgjunni þangað til eftirmaður Páls Magnússonar finnst.
Heimir Karlsson mun stýra Sprengisandi á Bylgjunni þangað til eftirmaður Páls Magnússonar finnst. Vísir
Heimir Karlsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, mun stýra Sprengisandi á Bylgjunni þangað til að eftirmaður Páls Magnússonar finnst. Páll sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar og hefur því látið af störfum sem stjórnandi þáttarins.

Heimir stýrir sem kunnugt er morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, sem er í loftinu á virkum dögum. Mun Heimir einnig stýra Sprengisandi sem er í loftinu á sunnudagsmorgnum klukkan tíu.

Páll Magnússon, sem stýrt hefur þættinum síðustu mánuði, tilkynnti í vikunni að hann myndi gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Ágúst Héðinsson, yfirmaður á útvarpssviði 365, segir í samtali við Vísi að verið sé að leita að eftirmanni Páls í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×