Sport

Þrír fengu silfurverðlaun í sömu greininni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Schooling fagnar sigri sínum í sundinu í nótt.
Schooling fagnar sigri sínum í sundinu í nótt. Vísir/Getty
Joseph Schooling frá Singapúr vann gullverðlaun í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Hann kom í mark á nýju Ólympíumeti, 50,39 sekúndum.

Þetta eru fyrstu gullverðlaun Singapúr á Ólympíuleikum og úrslitin því söguleg fyrir þjóðina.

En úrslitin voru einnig afar sérstök að því leyti að þrír sundmenn voru jafnir í öðru sæti og unnu því allir silfurverðlaun.

Einn þeirra var Michael Phelps sem hafði unnið þessa grein á síðustu þremur Ólympíuleikum. Hann er sigursælasti keppandi Ólympíuleikanna frá upphafi með 22 gullverðlaun en varð að játa sig sigraðan í nótt.

Hann synti á 51,14 sekúndum, rétt eins og Chad le Clos og Laszlo Cseh frá Ungverjalandi sem fá því silfur, rétt eins og Phelps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×