Sport

Áströlsku íþróttafólki bannað að fara á strendurnar í Ríó að kvöldi til

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ástralska Ólympíunefndin hefur greint íþróttamönnum sínum frá nýjum reglum um útivistartíma en samkvæmt þeim er Áströlunum óheimilt að fara á hinar heimsfrægu strendur Ríó eftir að það verður dimmt.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að fjórir bandarískir sundmenn voru rændir í leigubíl af hópi vopnaðra manna eftir að hafa skellt sér í samkvæmi.

Tveir ástralskir þjálfarar voru rændir stuttu eftir opnunarhátíðina í Ríó en fjöldin allra íþróttamanna hafa lokið leik og geta nú notið lífsins í brasilísku borginni.

Ástralska Ólympíunefndin kynnti íþróttafólki sínu nýju reglurnar í dag en samkvæmt þeim mega þau ekki fara á strendurnar milli sex á kvöldin til næsta morguns en ásamt því eiga þau alltaf að ferðast í hópum.

Þau ættu að forðast það að vera í búningum merktum liðinu og að ef þau vildu skella sér út á lífið ættu þau að fara í Barra-hverfið í stað þess að fara á strendurnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×