Sport

Þurfti að rýma JFK út af Bolt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bolt fagnar í nótt.
Bolt fagnar í nótt. vísir/getty
Það þurfti að rýma hluta af JFK-flugstöðinni í nótt þar sem öryggisverðir héldu að einhver hefði hleypt af skotvopni.

Þetta skapaði auðvitað mikil vandræði fyrir marga. Flugum var seinkað og einhverjar vélar sem ætluðu að lenda á JFK urðu að fara annað með tilheyrandi raski fyrir farþega.

Nú hefur komið í ljós að það var svo sannarlega ekki verið að hleypa af neinu skoti á flugvellinum. Fólk var bara að fagna sigri Usain Bolt í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum.

Tilkynning um hina meintu skothríð kom einni mínútu eftir að Bolt kom í mark. Einhver stressaður mistúlkaði fagnaðarlætin sem byssuskot.


Tengdar fréttir

Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×