Sport

Sjáðu sögulegt hlaup Bolt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt komst í sögubækurnar þegar hann vann fyrstur allra sín þriðju gullverðlaun í 100 m hlaupi karla á Ólympíuleikum.

Jamaíkumaðurinn Bolt hljóp á 9,81 sekúndu en sagði reyndar eftir hlaupið að hann hefði reiknað með því að vera fljótari. Heimsmet hans er 9,58 sekúndur.

Hinn umdeildi Justin Gatlin frá Bandaríkjunum vann silfur og Andre De Grasse frá Kanada hlaut brons.

Sjáðu úrslitahlaupið í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×