Launamunur vegna uppruna kannaður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 09:15 Áhyggjur eru af launamun, vinnuaðstöðu og fordómum gegn innflytjendum á vinnumarkaði. Visir/Sigurjón Ólafsson „Konur af erlendum uppruna eru í verstri stöðu á vinnumarkaði, við höfum áhyggjur af launamun, vinnuaðstöðu og fordómum gegn innflytjendum og viðkvæmum hópi flóttamanna og hælisleitenda,“ segir Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda er greint frá áformum um launagreiningu á íslenskum vinnumarkaði þar sem kanna á hvort marktækur munur sé á launum sem ekki skýrist af öðru en uppruna.Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða KrossinsTiltekið er að Hagstofan, sem vinnur reglulega launagreiningar í samstarfi við aðila vinnumarkaðar, til dæmis greiningu á launamun kynjanna, eigi að framkvæma athugunina. Rannsókn á launamun eftir uppruna er afar mikilvæg að sögn Kristínar. „Við vitum þetta, það eru svo mörg dæmi um þetta, en verðum að fá tölfræðigögn í hendurnar til að vinna með. Þetta er ný breyta í íslensku samfélagi,“ segir hún. Kristín segir mikilvægt að það sé samstaða um að uppræta mismunun gagnvart þessum hópi í íslensku samfélagi. „Það er vanþekking og ótti ríkjandi gagnvart þessum hópi. Við verðum fyrst og fremst að koma í veg fyrir vinnuþrælahald en í ört vaxandi atvinnugrein á við ferðamannaiðnað hafa kraftar innflytjenda verið misnotaðir eins og dæmin sanna. Það verður að vera samstaða um það í samfélaginu að við gagnrýnum og upprætum mismunun gagnvart þessum hópi og misnotkun á aðstæðum hans,“ segir Kristín. Hún bendir á að á vinnumarkaði séu gjörbreyttar aðstæður. Það hafi orðið bylting á síðustu árum og atvinnuframboð með mesta móti. Því þurfi að búa betur að innflytjendum því annars verði þeir undir. „Staðreyndin er sú að það eru miklir fordómar gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði. Fordómar hefta atvinnumöguleika, framgang og möguleika fólks í starfi“, segir Kristín og bætir við að aðilar vinnumarkaðar þurfi að taka á sig tilskilda ábyrgð.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
„Konur af erlendum uppruna eru í verstri stöðu á vinnumarkaði, við höfum áhyggjur af launamun, vinnuaðstöðu og fordómum gegn innflytjendum og viðkvæmum hópi flóttamanna og hælisleitenda,“ segir Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda er greint frá áformum um launagreiningu á íslenskum vinnumarkaði þar sem kanna á hvort marktækur munur sé á launum sem ekki skýrist af öðru en uppruna.Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða KrossinsTiltekið er að Hagstofan, sem vinnur reglulega launagreiningar í samstarfi við aðila vinnumarkaðar, til dæmis greiningu á launamun kynjanna, eigi að framkvæma athugunina. Rannsókn á launamun eftir uppruna er afar mikilvæg að sögn Kristínar. „Við vitum þetta, það eru svo mörg dæmi um þetta, en verðum að fá tölfræðigögn í hendurnar til að vinna með. Þetta er ný breyta í íslensku samfélagi,“ segir hún. Kristín segir mikilvægt að það sé samstaða um að uppræta mismunun gagnvart þessum hópi í íslensku samfélagi. „Það er vanþekking og ótti ríkjandi gagnvart þessum hópi. Við verðum fyrst og fremst að koma í veg fyrir vinnuþrælahald en í ört vaxandi atvinnugrein á við ferðamannaiðnað hafa kraftar innflytjenda verið misnotaðir eins og dæmin sanna. Það verður að vera samstaða um það í samfélaginu að við gagnrýnum og upprætum mismunun gagnvart þessum hópi og misnotkun á aðstæðum hans,“ segir Kristín. Hún bendir á að á vinnumarkaði séu gjörbreyttar aðstæður. Það hafi orðið bylting á síðustu árum og atvinnuframboð með mesta móti. Því þurfi að búa betur að innflytjendum því annars verði þeir undir. „Staðreyndin er sú að það eru miklir fordómar gagnvart innflytjendum á vinnumarkaði. Fordómar hefta atvinnumöguleika, framgang og möguleika fólks í starfi“, segir Kristín og bætir við að aðilar vinnumarkaðar þurfi að taka á sig tilskilda ábyrgð.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira