Innlent

Getur tekið allt sjö mánuði að flytja hund til landsins

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Undirbúningur tekur um þrjá mánuði, bið í þrjá mánuði og dvölin tekur fjórar vikur. Samtals getur ferlið tekið um sjö mánuði.
Undirbúningur tekur um þrjá mánuði, bið í þrjá mánuði og dvölin tekur fjórar vikur. Samtals getur ferlið tekið um sjö mánuði. Vísir/Getty
Í hverjum mánuði dvelja allt frá sjö til tuttugu hundar í Einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ. Lögum samkvæmt þurfa öll dýr sem koma til landsins að dvelja í einangrun í fjórar vikur.

Einangrunarstöðin er nú eina stöðin sem sér um einangrun dýra eftir að starfsemi var hætt í Hrísey. Jón Magnússon er einna eiganda stöðvarinnar og segir að í kjölfar verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun fyrir rúmlega ári hafi myndast biðlisti fyrir hunda á stöðinni.



Jón Magnússon, eigandi Einangrunarstöðvarinnar
„Það er bið en það er að lagast. Fyrir verkfallið var aldrei bið,“ segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hundaeiganda tjáð á dögunum að biðin væri fimm mánuðir. Jón þverneitar fyrir það.

„Aftur á móti tekur bólusetningaferlið tvo til þrjá mánuði áður en hægt er að flytja hundinn til landsins. Svo er tveggja til þriggja mánaða bið eftir að komast að, það fer eftir stærð hunda."

Jón segir ekki vera var við mikla aukningu á flutningum dýra til landsins en fyrst og fremst eru það Íslendingar sem eru að flytja heim frá útlöndum, hundaræktendur og ferðamenn sem ætla að dvelja á landinu til lengri tíma sem flytja dýrin sín til landsins.

Jón segir að alls staðar í Evrópu sé verið að herða flutning á dýrum milli landa en sérstaklega erfitt þykir að flytja dýr til Íslands. „Þetta snýst um að við erum að varna því að fá sníkjudýr sem eru í Evrópu til landsins og pestir sem geta smitast með hundum.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×