Þá segir í sömu tilkynningu frá lögreglu að í tilefni af fréttaumfjöllun um kynferðisbrot á hátíðinni upplýsist að ekki var um kynferðisbrot að ræða í því tilviki þar sem maður var sleginn illa í andlit og höfuð heldur ótta við mögulegt brot.
Heildarfjöldi fíkniefnamála á þjóðhátíð í ár voru 30 sem lögreglan segir vera svipað og undanfarin ár að árinu 2015 undanskildu þegar upp komu 72 mál. Stærsta fíkniefnamál í sögu hátíðarinnar kom upp klukkan hálf níu síðastliðið föstudagskvöld þegar lögreglan fann mikið magn fíkniefna við hjá aðilum við gististað í bænum. Um var að ræða 180 e-töflur, tæp 100 gr. af kókaíni og tæp 100 gr. af amfetamíni. Sakborningar voru handteknir og gistu fangageymslur og var sleppt þegar rannsókn málsins var vel á veg komin.
Tíu líkamsárásir komu inn á borð lögreglu og þar af fimm alvarlegar þar sem um beinbrot í andliti er að ræða. Tvö heimilisofbeldismál komu upp og eitt brot gegn valdstjórn þar sem slegið var til lögreglumanna. Málin eru öll í rannsókn. Eitt mál kom upp er varðar eignaspjöll á bifreið og fjögur þjófnaðarbrot er tengdust þjófnuðum á gsm símum.