Sport

Flottasta og furðulegasta markvarsla Ólympíuleikanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markvörður Suður-Afríku, Itumeleng Khune, sýndi ótrúleg tilþrif í leiknum gegn Danmörku í gær.

Í stöðunni 0-0 átti Daninn Jens Jönsson skot að marki Suður-Afríku sem Khune ákvað, einhverra hluta vegna, að verja með því að klemma boltann milli fóta sér.

Þarna var verið að tefla djarfa skák en hún gekk upp hjá Khune og þessi markvarsla verður lengi í minnum höfð.

Khune hefur annars farið á kostum á ÓL. Varði eins og brjálæðingur í markalausu jafntefli gegn Brasilíu en gat lítið gert við eina marki Dana í leiknum í gær. Það mark dugði Dönum til sigurs.

Vörsluna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Skotfæralausir Brassar

Knattspyrnuliði Brasilíu ætlar ekki að takast að skora á Ólympíuleikunum en liðið gerði markalaust jafntefli við Írak í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×