Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍA 0-1 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Smári Jökull Jónsson á Kópavogsvelli skrifar 11. júlí 2016 22:30 Garðar Gunnlaugsson skoraði enn og aftur og tryggði ÍA sigurinn. VÍSIR/anton brink Skagamenn unnu góðan útisigur á Breiðablik í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 11.mínútu en það er hans níunda mark í deildinni og er hann þar með búinn að skora 9 af 12 mörkum Skagamanna í sumar. Blikar voru meira með boltann í leiknum en gekk fremur illa að skapa sér dauðafæri. Ellert Hreinsson fékk gott færi í síðari hálfleiknum en skaut framhjá. Þá náði Jonathan Glenn að koma boltanum í netið á lokamínútunum en var dæmdur rangstæður. Sigurinn er sá þriðji í röð hjá Skagamönnum og færa þeir sig upp í 8.sæti deildarinnar. Blikar sitja hins vegar í 5.sæti en þeir hafa ekki unnið fótboltaleik síðan 15.júní.Af hverju unnu Skagamenn?Einfaldasta skýringin er að þeir nýttu sitt færi á meðan heimamenn nýttu ekki sín. Ian Willimsson tók aukaspyrnu á 11.mínútu og setti boltann beint á kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem getur hreinlega ekki hætt að skora. Blikar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en það vantaði upp á gæðin á síðasta þriðjungnum. Blikar reyndu oft á tíðum fyrirgjafir sem annaðhvort Árni Snær í marki ÍA náði að handsama eða varnarmenn ÍA að koma frá. Þegar þær virtust ætla að skapa hættu voru framherjar þeirra grænklæddu ekki nógu gráðugir í teignum. Vörn Skagamanna spilaði vel í dag og þeir unnu fyrir þessum þremur stigum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Skagamönnum var Ármann Smári Björnsson fremstur meðal jafningja. Hann spilaði eins og herforingi í vörninni, skallaði boltann margoft frá og stýrði félögum sínum með harðri hendi. Árni Snær í markinu greip inn í þegar á þurfti að halda og þá átti Darren Lough fínan leik í vinstri bakverðinum. Svo má auðvitað ekki gleyma Garðari Gunnlaugssyni. Maðurinn getur ekki hætt að skora og er hann búinn að skora 75% af mörkum ÍA í sumar. Það er rosaleg tölfræði og ef Garðar týnir skotskónum verða Skagamenn í vandræðum. Skallamarkið hans í dag var mjög gott og tryggði stigin þrjú. Hjá Blikum var það helst Gísli Eyjólfsson sem getur gengið sæmilega sáttur frá borði en hann ógnaði með hættulegum skotum og barðist ágætlega. Davíð Kristján var á köflum ógnandi þegar hann kom upp vinstri kantinn og Arnþór Ari átti ágæta spretti.Hvað gekk illa?Það verður að minnast á hornspyrnur Breiðabliks. Þeir fengu 12 hornspyrnur í leiknum sem sköpuðu afar litla hættu. Þær voru annaðhvort skallaðar frá af varnarmönnum ÍA, gripnar af Árna Snæ í markinu eða náðu ekki inn í teiginn. Daniel Bamberg tók flestar af spyrnunum og spurningin er hvort Arnar Grétarsson þarf að finna einhvern annan í þetta hlutverk fyrir næsta leik. Reyndar gengu spyrnurnar ekkert mikið betur eftir að Bamberg fór af velli. Sóknarleikur Blika gekk heldur ekki vel. Það vantaði bæði gæði og græðgi á síðasta hluta vallarins og það verður kærkomið fyrir Arnar að fá Árna Vilhjálmsson inn í liðið gegn Fjölni í næstu umferð.Hvað gerist næst?Breiðablik fer í Grafarvoginn og mæta þar Fjölnismönnum. Fjölnir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar en töpuðu gegn Stjörnunni í kvöld og vilja án efa koma sér aftur á sigurbraut. Breiðablik fær Árna Vilhjálmsson inn í hópinn en hann er á láni hjá félaginu frá norska liðinu Lilleström. Árni er gallharður Bliki og hefur á að skipa gæðum sem þeir grænklæddu þurfa á að halda. Skagamenn fá Valsara í heimsókn á Skaganum á sunnudaginn. Þeir geta farið upp fyrir Valsmenn í deildinni með sigri og það verður vafalaust gríðarlega hart barist í þeim leik. Það verður athyglisvert að sjá hvort Skagamenn ná þar í fjórða sigurinn í röð eða hvort Valsarar stöðva sigurgönguna. Gunnlaugur: Við unnum svo sannarlega fyrir þessuÁrmann Smári Björnsson var frábær í vörn SkagamannaVísir/Anton BrinkGunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum ánægður þegar Vísir náði af honum tali eftir sigurinn gegn Blikum á útivelli í kvöld. „Það er frábært að koma hingað og ná sigri. Við fórum erfiða leið og þeir lágu á okkur í seinni hálfleik. Við getum þakkað frábærum varnarleik og góðum markmanni fyrir sigurinn í dag. Þeir áttu mikið af fyrirgjöfum og sköpuðu hættu en þeir voru ekki mikið að ná að opna okkur. Við unnum svo sannarlega fyrir þessu,“ sagði kampakátur Gunnlaugur eftir þriðja sigur Skagamanna í röð. Breiðablik var mun meira með boltann í síðari hálfleik og pressuðu oft á tíðum Skagamenn ansi hart. Gunnlaugur viðurkenndi að hann var orðinn svolítið stressaður undir lokin. „Þeir sóttu náttúrulega stíft og auðvitað verður maður smeykur. En við vorum samt með leikinn í fanginu, eins og Guðmundur Hreiðarsson myndi segja. Við vorum þéttir en fyrirgjafirnar þeirra voru erfiðar þegar þeir fjölguðu í teignum. Það er oft stutt á milli í þessu,“ bætti Gunnlaugur við. Skagamenn unnu í kvöld sinn þriðja sigur í röð eftir fremur brösótta byrjun. „Við notuðum EM fríið skynsamlega. Við ákváðum að byrja upp á nýtt. KR sigurinn gaf okkur mikið sjálfstraust, sérstaklega hvernig við unnum hann. Síðan unnum við frábæran sigur gegn Stjörnunni og komum svo hingað og sækjum þrjú stig. Það er meira sjálfstraust, meiri leikgleði og meiri samheldni í liðinu. Þetta helst allt í hendur,“ sagði Gunnlaugur. Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 75% marka ÍA í sumar og Gunnlaugur sagði mikilvægi hans í liðinu mikið. „Augljóslega er hann gríðarlega mikilvægur. Hann er kominn með 9 mörk í deildinni sem er jafn mikið og í fyrra. Það gefur auga leið að það er mikilvægt að hafa einhvern sem skorar mörk. Þau breyta leikjum og skipta öllu máli,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Arnar: Hefði kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gultArnar á línunni í leiknum í kvöldVísir/Anton BrinkArnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá er dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Það getur vel verið að hann hefði spjaldað hann ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Garðar: Sannkallaður iðnaðarsigurGarðar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í kvöld en hann er markahæstur í Pepsi-deildinni með 9 mörk.Vísir/Anton BrinkGarðar Gunnlaugsson skoraði níunda mark sitt í deildinni gegn Blikum í kvöld. Hann er markahæstur í Pepsi-deildinni og hefur skorað 75% af mörkum ÍA í sumar. Hann var að vonum sáttur með stigin þrjú. „Auðvitað er ég sáttur. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og Blikar eru með frábæra einstaklinga og frábært lið. En þetta var sannkallaður iðnaðarsigur í dag. Við unnum fyrir honum og erum að uppskera eins og við sáðum,“ sagði Garðar í viðtali við Vísi eftir leik. Blikar voru meira með boltann í leiknum og oft á tíðum leið langur tími þar til Skagamenn náðu að komast í sókn. „Það er erfitt að bíða uppi á topp. Í seinni hlutanum þá fór ég að detta niður á miðjuna til að ná að halda betur og það tókst.“ Eins og áður segir er Garðar kominn með 9 mörk í deildinni og hefur skorað 75% af mörkum Skagamanna í sumar og velti blaðamaður því fyrir sér hvort það væri ekki áhyggjuefni að einn maður skoraði svona stórt hlutfall af mörkum liðsins. „Það er það ekki á meðan við vinnum, þá er þetta allt í lagi. 9 mörk, ég var með 9 mörk allt mótið í fyrra þannig að nú er bara að bæta við það,“ sagði Garðar Gunnlaugsson að lokum.vísir/antonvísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Skagamenn unnu góðan útisigur á Breiðablik í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið á 11.mínútu en það er hans níunda mark í deildinni og er hann þar með búinn að skora 9 af 12 mörkum Skagamanna í sumar. Blikar voru meira með boltann í leiknum en gekk fremur illa að skapa sér dauðafæri. Ellert Hreinsson fékk gott færi í síðari hálfleiknum en skaut framhjá. Þá náði Jonathan Glenn að koma boltanum í netið á lokamínútunum en var dæmdur rangstæður. Sigurinn er sá þriðji í röð hjá Skagamönnum og færa þeir sig upp í 8.sæti deildarinnar. Blikar sitja hins vegar í 5.sæti en þeir hafa ekki unnið fótboltaleik síðan 15.júní.Af hverju unnu Skagamenn?Einfaldasta skýringin er að þeir nýttu sitt færi á meðan heimamenn nýttu ekki sín. Ian Willimsson tók aukaspyrnu á 11.mínútu og setti boltann beint á kollinn á Garðari Gunnlaugssyni sem getur hreinlega ekki hætt að skora. Blikar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en það vantaði upp á gæðin á síðasta þriðjungnum. Blikar reyndu oft á tíðum fyrirgjafir sem annaðhvort Árni Snær í marki ÍA náði að handsama eða varnarmenn ÍA að koma frá. Þegar þær virtust ætla að skapa hættu voru framherjar þeirra grænklæddu ekki nógu gráðugir í teignum. Vörn Skagamanna spilaði vel í dag og þeir unnu fyrir þessum þremur stigum.Þessir stóðu upp úr:Hjá Skagamönnum var Ármann Smári Björnsson fremstur meðal jafningja. Hann spilaði eins og herforingi í vörninni, skallaði boltann margoft frá og stýrði félögum sínum með harðri hendi. Árni Snær í markinu greip inn í þegar á þurfti að halda og þá átti Darren Lough fínan leik í vinstri bakverðinum. Svo má auðvitað ekki gleyma Garðari Gunnlaugssyni. Maðurinn getur ekki hætt að skora og er hann búinn að skora 75% af mörkum ÍA í sumar. Það er rosaleg tölfræði og ef Garðar týnir skotskónum verða Skagamenn í vandræðum. Skallamarkið hans í dag var mjög gott og tryggði stigin þrjú. Hjá Blikum var það helst Gísli Eyjólfsson sem getur gengið sæmilega sáttur frá borði en hann ógnaði með hættulegum skotum og barðist ágætlega. Davíð Kristján var á köflum ógnandi þegar hann kom upp vinstri kantinn og Arnþór Ari átti ágæta spretti.Hvað gekk illa?Það verður að minnast á hornspyrnur Breiðabliks. Þeir fengu 12 hornspyrnur í leiknum sem sköpuðu afar litla hættu. Þær voru annaðhvort skallaðar frá af varnarmönnum ÍA, gripnar af Árna Snæ í markinu eða náðu ekki inn í teiginn. Daniel Bamberg tók flestar af spyrnunum og spurningin er hvort Arnar Grétarsson þarf að finna einhvern annan í þetta hlutverk fyrir næsta leik. Reyndar gengu spyrnurnar ekkert mikið betur eftir að Bamberg fór af velli. Sóknarleikur Blika gekk heldur ekki vel. Það vantaði bæði gæði og græðgi á síðasta hluta vallarins og það verður kærkomið fyrir Arnar að fá Árna Vilhjálmsson inn í liðið gegn Fjölni í næstu umferð.Hvað gerist næst?Breiðablik fer í Grafarvoginn og mæta þar Fjölnismönnum. Fjölnir hefur átt góðu gengi að fagna í sumar en töpuðu gegn Stjörnunni í kvöld og vilja án efa koma sér aftur á sigurbraut. Breiðablik fær Árna Vilhjálmsson inn í hópinn en hann er á láni hjá félaginu frá norska liðinu Lilleström. Árni er gallharður Bliki og hefur á að skipa gæðum sem þeir grænklæddu þurfa á að halda. Skagamenn fá Valsara í heimsókn á Skaganum á sunnudaginn. Þeir geta farið upp fyrir Valsmenn í deildinni með sigri og það verður vafalaust gríðarlega hart barist í þeim leik. Það verður athyglisvert að sjá hvort Skagamenn ná þar í fjórða sigurinn í röð eða hvort Valsarar stöðva sigurgönguna. Gunnlaugur: Við unnum svo sannarlega fyrir þessuÁrmann Smári Björnsson var frábær í vörn SkagamannaVísir/Anton BrinkGunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA var að vonum ánægður þegar Vísir náði af honum tali eftir sigurinn gegn Blikum á útivelli í kvöld. „Það er frábært að koma hingað og ná sigri. Við fórum erfiða leið og þeir lágu á okkur í seinni hálfleik. Við getum þakkað frábærum varnarleik og góðum markmanni fyrir sigurinn í dag. Þeir áttu mikið af fyrirgjöfum og sköpuðu hættu en þeir voru ekki mikið að ná að opna okkur. Við unnum svo sannarlega fyrir þessu,“ sagði kampakátur Gunnlaugur eftir þriðja sigur Skagamanna í röð. Breiðablik var mun meira með boltann í síðari hálfleik og pressuðu oft á tíðum Skagamenn ansi hart. Gunnlaugur viðurkenndi að hann var orðinn svolítið stressaður undir lokin. „Þeir sóttu náttúrulega stíft og auðvitað verður maður smeykur. En við vorum samt með leikinn í fanginu, eins og Guðmundur Hreiðarsson myndi segja. Við vorum þéttir en fyrirgjafirnar þeirra voru erfiðar þegar þeir fjölguðu í teignum. Það er oft stutt á milli í þessu,“ bætti Gunnlaugur við. Skagamenn unnu í kvöld sinn þriðja sigur í röð eftir fremur brösótta byrjun. „Við notuðum EM fríið skynsamlega. Við ákváðum að byrja upp á nýtt. KR sigurinn gaf okkur mikið sjálfstraust, sérstaklega hvernig við unnum hann. Síðan unnum við frábæran sigur gegn Stjörnunni og komum svo hingað og sækjum þrjú stig. Það er meira sjálfstraust, meiri leikgleði og meiri samheldni í liðinu. Þetta helst allt í hendur,“ sagði Gunnlaugur. Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 75% marka ÍA í sumar og Gunnlaugur sagði mikilvægi hans í liðinu mikið. „Augljóslega er hann gríðarlega mikilvægur. Hann er kominn með 9 mörk í deildinni sem er jafn mikið og í fyrra. Það gefur auga leið að það er mikilvægt að hafa einhvern sem skorar mörk. Þau breyta leikjum og skipta öllu máli,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA að lokum. Arnar: Hefði kannski fengið spjald ef hann hefði ekki verið með gultArnar á línunni í leiknum í kvöldVísir/Anton BrinkArnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var afar svekktur eftir tapið gegn ÍA á heimavelli í kvöld. Blikar hefðu getað blandað sér í toppbaráttuna með sigri en sitja í 5.sæti deildarinnar eftir tapið gegn Skagamönnum. „Ég er fyrst og fremst ósáttur með að hafa tapað hér í kvöld. Við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum og að gefa ódýrar aukaspyrnur var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Það gerist strax í upphafi og þeir skora úr föstu leikatriði. Þetta er blóðugt að tapa hér í kvöld, við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í deildinni,“ sagði Arnar í samtali við Vísi að leik loknum. Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum en vantaði að skapa dauðafæri gegn sterkri Skagavörn. „Það vantaði upp á skynsemi og ákvarðanatökuna á síðasta þriðjungnum. Þessi tækifæri sem við fáum, menn þurfa að vera meira „cool“ í færunum. Þetta er það sem hefur kostað okkur hingað til, að nýta ekki færin, og svo er það nýtt að við erum að gefa svolítið ódýr mörk. Þetta mark var af ódýrari gerðinni, en ég tek það ekki af Garðari að þetta var fallegt mark og góður skalli,“ bætti Arnar við. Blikar kvörtuðu töluvert í fyrri hálfleik þegar Arnar Már Guðjónsson braut af sér skömmu eftir að hafa fengið gult spjald. Vildu þeir sjá annað gult og þar með rautt. „Það er nú oft þannig að þegar menn eru komnir á gult að þá er dómararnir ekki að taka það upp aftur nema það sé alveg klárt. Hann fór í hann en hvort hann hefði átt að fá annað gult, það veit ég ekki. Það getur vel verið að hann hefði spjaldað hann ef hann hefði ekki verið kominn með gult,“ sagði Arnar Grétarsson. Blikar hafa ekki unnið leik síðan 15.júní og hafa í millitíðinni fallið úr leik bæði í Evrópu- og bikarkeppni. Arnar óttaðist ekki að þetta væri byrjað að leggjast á sálina á hans leikmönnum. „Ég vona að svo sé ekki. Það er allavega ekki farið að gera það hjá mér. Það er tæp vika í næsta leik og menn þurfa heldur betur að hypja upp um sig buxurnar. Það verður hörkuleikur gegn Fjölni og þeir vilja eflaust koma til baka eftir tapið í kvöld. En við verðum bara að gjöra svo vel að fara að halda hreinu og setja nokkur mörk,“ sagði Arnar. Framherjinn knái Árni Vilhjálmsson verður gjaldgengur með Blikum í næsta leik en hann er kominn á lán til félagsins frá norska liðinu Lilleström. Arnar sagði það kærkomið að fá hann inn í hópinn. „Þú getur ímyndað þér það. Á meðan við erum ekki að nýta færin og ekki að skora þá er öll hjálp velkomin,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks að lokum. Garðar: Sannkallaður iðnaðarsigurGarðar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið í kvöld en hann er markahæstur í Pepsi-deildinni með 9 mörk.Vísir/Anton BrinkGarðar Gunnlaugsson skoraði níunda mark sitt í deildinni gegn Blikum í kvöld. Hann er markahæstur í Pepsi-deildinni og hefur skorað 75% af mörkum ÍA í sumar. Hann var að vonum sáttur með stigin þrjú. „Auðvitað er ég sáttur. Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og Blikar eru með frábæra einstaklinga og frábært lið. En þetta var sannkallaður iðnaðarsigur í dag. Við unnum fyrir honum og erum að uppskera eins og við sáðum,“ sagði Garðar í viðtali við Vísi eftir leik. Blikar voru meira með boltann í leiknum og oft á tíðum leið langur tími þar til Skagamenn náðu að komast í sókn. „Það er erfitt að bíða uppi á topp. Í seinni hlutanum þá fór ég að detta niður á miðjuna til að ná að halda betur og það tókst.“ Eins og áður segir er Garðar kominn með 9 mörk í deildinni og hefur skorað 75% af mörkum Skagamanna í sumar og velti blaðamaður því fyrir sér hvort það væri ekki áhyggjuefni að einn maður skoraði svona stórt hlutfall af mörkum liðsins. „Það er það ekki á meðan við vinnum, þá er þetta allt í lagi. 9 mörk, ég var með 9 mörk allt mótið í fyrra þannig að nú er bara að bæta við það,“ sagði Garðar Gunnlaugsson að lokum.vísir/antonvísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Körfubolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira