Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2016 12:47 Neytendur hafa brugðið á það ráð að sniðganga vörur frá Mjólkursamsölunni í mótmælaskyni. Vísir/Stefán Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni." Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni."
Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44