Anna vart eftirspurn vegna sniðgöngunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2016 12:47 Neytendur hafa brugðið á það ráð að sniðganga vörur frá Mjólkursamsölunni í mótmælaskyni. Vísir/Stefán Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni." Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Neytendur virðast farnir að sniðganga Mjólkursamsöluna í stórum stíl og hafa fært viðskipti sín til annarra mjólkurframleiðenda. Hillur í stórverslunum eru farnar að tæmast af vörum frá mjólkurframleiðendunum KÚ og Örnu. Ástæða sniðgöngunnar er 480 milljóna stjórnvaldssekt sem Samkeppniseftirlitið lagði nýlega á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, en fyrirtækið tilkynnti í kjölfarið að hækka þyrfti vöruverð til að eiga fyrir sektinni. Eftirspurn eftir mjólkurvörum frá mjólkurvinnslunni Örnu hefur til að mynda aukist mikið, en að sögn framkvæmdastjóra Örnu nær fyrirtækið enn sem komið er að anna eftirspurn. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Kú, segir að búast með við að einhver skortur verði á vörum frá fyrirtækinu á næstu dögum, en að starfsfólk geri hvað það geti til að anna eftirspurninni. „Það er mjög aukin eftirspurn og við höfum verið að senda fleiri pantanir í verslanir. Eins og um helgina kláruðust vörur frá okkur og hingað eru að hringja neytendur til þess að spyrja hvar þeir geta keypt vöruna, fyrirtæki að hringja hingað til þess að óska eftir flytja viðskipti til okkar. Þannig að við finnum fyrir mjög aukinni sölu í verslunum," segir Ólafur. Hann segir að brugðist verði við meðal annars með því að auka framboð á vörum og að búast megi við nýjum vörum í næsta eða þarnæsta mánuði. „Núna munu neytendur á næstu vikum sjá aukið framboð frá okkur á vörum. Við munum koma með sýrðar vörur og munum koma með vörur í fernum sem verða mjólkurvörum, bæði sýrðar og ferskar mjólkurvörur, og svo komum við með rifinn ost." Þá segir hann að flestar verslanir sýni vörum fyrirtækisins mikinn áhuga. Hins vegar sé ákveðnar verslanir sem neiti að skipta við það vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir á milli mjólkurbúsins Kú og MS. Það sé afar dapurt, en að hann virði þá ákvörðun. „Það er nú svo einkennilegt að á síðasta ári og í kjölfar þess að þessi mál fóru í svona mikla hörku á milli okkar MS þá hefur samvinnuverslun í landinu sniðgengið okkar vörur. Þannig að okkar vörur fást ekki í verslunum Samkaupa og ekki í Skagfirðingabúð og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga," segir Ólafur. „Þetta er auðvitað bara dapurlegt en við erum ekki að ergja okkur á því. Við finnum fyrir velvild neytenda og án þeirra stuðnings gætum við þetta ekki. Þær verslanir aðrar sem eru á markaðnum hafa stutt okkur með ráð og dáð, sýnt okkur ótrúlegt umburðarlyndi og velvilja og fyrir það er ég fyrst og fremst þakklátur. Við erfum það ekki þó einhverjir taki afstöðu til þessara mála á þessum grunni."
Tengdar fréttir Örnuvörur seljast glatt 12. júlí 2016 08:00 FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46 Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
FA: Óforsvaranlegt að samþykkja búvörusamninga sem muni festa einokunarstöðu MS frekar í sessi Félag atvinnurekenda hvetur Alþingi til að beita sér fyrir því að MS fái bæði aukna innlenda og erlenda samkeppni. 11. júlí 2016 13:46
Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Ari Edwald segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. 11. júlí 2016 10:44