Fagna lífinu í stað þess að flækja það Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. júlí 2016 15:45 Sylvía Erla Melsted sendi frá sér glænýtt lag í gær. Hún mun koma fram á Þjóðhátíð í ár og hlakkar mikið til. Myndir/Saga Sig Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Sylvía Erla Melsted er tvítug söngkona af Seltjarnarnesi og eldheitur Beyoncé- aðdáandi. Hún sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en fyrir höfðu lög hennar Gone og Getaway notið mikilla vinsælda. Sylvía mun troða upp á Þjóðhátíð í ár. „Ég var að klára Verzlunarskóla Íslands og stefni ekki á meira nám að svo stöddu. Núna get ég einbeitt mér 100% að tónlistinni. Hún hefur verið mín atvinna í sumar ásamt því að að vinna að heimildarmynd um lesblindu og fjölda verkefna í kringum hana. Svo ætla ég eitthvað til útlanda,“ segir söngkonan Sylvía Erla Melsted um sumarplönin. Sylvía sendi frá sér glænýtt lag í gær, Celebrate, en áður höfðu lögin Getaway og Gone notið mikilla vinsælda. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar nýja lagið um það að fagna lífinu.Fagna og hafa gaman „Ég samdi textann en Printz Bord og ég sömdum lagið í sameiningu. Ég elska þetta lag og textinn á líka svo vel við í dag. Að fagna lífinu og hafa gaman, eins og við gerðum þegar landsliðinu okkar gekk vel á EM. En við eigum ekki bara að fagna þegar vel gengur, heldur fagna öllum stundum í lífi okkar. Tíminn okkar er svo dýrmætur, við verðum að nýta hann vel. Við eigum ekki að eyða tímanum í að flækja lífið og vera með almenn leiðindi. Lagið er um það, þó að á móti blási þá má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!“Hálfan dag á þjóðhátíð Sylvía mun koma fram á Þjóðhátíð í ár. Sjálf hefur hún einungis einu sinni áður farið á Þjóðhátíð og hlakkar því mikið til. „Ég fór með mömmu minni og kærastanum. Við vorum bara í hálfan dag en ég fékk að upplifa brekkusönginn sem var geggjað. Það leggst mjög vel í mig að koma sjálf fram og ég er spennt,“ segir hún en það vakti athygli þegar tilkynnt var um þátttöku hennar og Ragnhildar Gísladóttur í dagskrá Þjóðhátíðar, þar sem þótti halla á konur. „Það hefði verið gaman að hafa fleiri konur með í ár því við eigum svo ótrúlega mikið af flottum tónlistarkonum. En á Íslandi erum við svo heppin að eiga svo mikið af frábæru tónlistarfólki að ég held að það sé mjög erfitt að velja. Ég hef það samt á tilfinningunni að það verði kona sem mun syngja næsta þjóðhátíðarlag #girlpower!“„Þó að á móti blási má maður ekki láta það eyðileggja skapið og viðhorf sitt til lífsins, heldur höldum við áfram og þegar við trúum að allt verði betra þá verður allt betra. Við eigum að njóta og lifa og hafa gaman þar til yfir lýkur!”Beyonce og mamma fyrirmyndirnarÁttu þér fyrirmynd í tónlistarheiminum? „Þeir sem þekkja mig vita að það er engin önnur en Beyoncé. Það er ekki hægt að elska hana meira en ég geri. Hún er án gríns fyrirmynd mín í lífinu líka og auðvitað mamma mín,“ segir Sylvía brosandi. „Dans og söngur hefur verið mitt áhugamál síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að læra á píanó í Suzuki fjögurra ára gömul. Mamma var búin að skrá mig þegar ég var bara nokkurra mánaða. Síðan var ég í söngskóla Maríu Bjarkar og síðastliðin ár hef ég verið að læra óperu hjá Alínu Dublik og ég ætla að halda áfram að bæta við mig söngstigum hjá henni. Ég hætti að æfa á píanó 12 ára en bý enn þá að náminu. Ég sem stundum á píanó.“Hvernig semurðu lögin? „Ég sem alltaf söguna fyrst sem ég vil segja, síðan finn ég laglínu og set söguna í texta. Textarnir og sagan skipta mig miklu máli. En ég hef stundum strandað og kem ekki sögunni í texta og þá bara finn ég einhvern til að gera textann við söguna. Ég hef verið að vinna með fólki héðan og þaðan. Ég er búin að vinna með strákunum í Stop Wait Go, Lárusi Arnarsyni, stráknum í September, Mike Erikson frá Svíþjóð og einnig Printz Board frá L.A.Hvað ertu að hlusta á? „Ég hlusta á flestalla tónlist. Mest á Beyoncé, Erykah Badu, Micheal Jackson, Drake, The Weekend, elska samt að hlusta á eldri tónlist. Eins og Arethu Franklin, Billy Holiday og Jackson 5.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira