Ari Bragi Kárason úr FH setti í dag nýtt Íslandsmet í 100m hlaupi karla á Spretthlaupsmóti FH í dag þegar hann hljóp á 10,52 sekúndu í Kaplakrika.
Það voru kjöraðstæður á Spretthlaupsmótinu í dag, vindur +2,0 sem er það sem hann má mest vera.
Með þessu hlaupi sló Ari Bragi út Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar 10,56 sekúndur á rafmagnstíma frá 1997.
Tíminn er einnig betri en besti skráði ,,handtími" Hilmars Þorbjörnssonar frá 1957, Vilmundar Vilhjálmssonar frá 1977 og Jóns Arnars Magnússonar frá 1996 en þeir hlupu allir á 10,3s en sá tími jafngildir 10,54s samkvæmt reiknireglu.
Í sama hlaupi bætti Kolbeinn Höður Gunnarsson sinn besta tíma þegar hann hljóp á 10,61s og Trausti Stefánsson bætti sig sömuleiðis þegar hann hljóp á 10,85s.
Ari Bragi sló Íslandsmet Jóns Arnars í Kaplakrika
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn