Enski boltinn

Bruce ræddi við enska knattspyrnusambandið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svo virðist sem Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull City, komi til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands en hann ræddi við enska knattspyrnusambandið í gær.

Samkvæmt veðbönkum er Bruce þriðji líklegastur til að taka við enska landsliðinu á eftir Sam Allardyce og Jürgen Klinsmann.

Enska knattspyrnusambandið hefur verið í þjálfaraleit frá því Roy Hodgson sagði upp störfum eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Bruce, sem er 55 ára, kom Hull aftur upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Hann hefur einnig verið við stjórnvölinn hjá Sheffield United, Huddersfield, Wigan Athletic, Crystal Palace, Birmingham City og Sunderland.

Þrátt fyrir farsælan feril með Manchester United spilaði Bruce aldrei leik með enska landsliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×