Enski boltinn

Stóri Sam í viðræðum um að taka við enska landsliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, virðist einna líklegastur til að taka við enska landsliðinu eftir að Roy Hodgson sagði upp störfum en hann fór í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu í gær.

Englendingar eru enn að leita að landsliðsþjálfara eftir að Hodgson hætti sem þjálfari enska liðsins strax eftir 2-1 tap á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi.

Í tilkynningu frá Sunderland er sett pressa á enska sambandið að taka ekki langan tíma í þessar viðræður því Sam Allardyce á að vera undirbúa liðið fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Stóri Sam þurfti að yfirgefa undirbúningsferð Sunderland í Austurríki til að ræða við David Gill, varaformann FA, og Dan Ashworth, yfirmann knattspyrnumála, en Allardyce bað Sunderland sjálfur um leyfi til að hefja viðræður.

Allardyce er 61 árs gamall og hefur þjálfað í ensku úrvalsdeildinni síðan 1999. Áður en hann tók við Sunderland stýrði hann West Ham, Blackburn, Newcastle og Bolton sem hann kom í undanúrslit Evrópudeildarinnar og bankaði á dyr Meistaradeildarinnar.

Auk Allardyce vill enska knattspyrnusambandið, að sögn breskra fjölmiðla, ræða við Eddie Howe, knattspyrnustjóra Bournemouth, Steve Bruce, knattspyrnustjóra Hull, og Jürgen Klinsmann, þjálfara bandaríska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×