Jóhann Berg: Þetta var besti kosturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 14:59 Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var kynntur sem leikmaður Burnley í dag. Hann segist vera ánægður að vera kominn í ensku úrvalsdeildina. „Það var eitthvað annað í boði en ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Mér fannst þetta besti kosturinn,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor eftir árs fjarveru. „Leikmannahópurinn er nokkuð svipaður og síðast en þeir eru klárlega reynslunni ríkari núna. Þeir voru ekki langt frá því að halda sér uppi síðast. Það er auðvitað markmiðið og við eigum góða möguleika á því,“ sagði Jóhann Berg sem hefur æfingar með Burnley á mánudaginn eftir um þriggja vikna frí. Jóhann Berg segir að síðasta tímabil með Charlton og EM hafi tekið sinn toll en hann verði klár á mánudaginn. „Síðasta tímabil og EM tók mikið á. Það var hundleiðinlegt að falla með Charlton en það var allt annað í gangi á EM. Á mánudaginn er ég búinn að vera einhverjar þrjár vikur í fríi, það er minna en venjulega en samt feyki nóg,“ sagði Jóhann Berg sem hreifst af liði Burnley á síðasta tímabili er það vann B-deildina. „Þetta er lið sem er með allt á hreinu og er í mjög góðu formi. Við þurfum að hafa það í úrvalsdeildinni, við þurfum að vera í betra formi en hin liðin í vetur og vita nákvæmlega hvert okkar plan er.“Nánar verður rætt við Jóhann Berg í Fréttablaðinu á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg: Andinn hjá Burnley er svipaður og hjá íslenska landsliðinu Jóhann Berg Guðmundsson er nýjasti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley. 19. júlí 2016 12:29 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var kynntur sem leikmaður Burnley í dag. Hann segist vera ánægður að vera kominn í ensku úrvalsdeildina. „Það var eitthvað annað í boði en ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Mér fannst þetta besti kosturinn,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Vísi í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor eftir árs fjarveru. „Leikmannahópurinn er nokkuð svipaður og síðast en þeir eru klárlega reynslunni ríkari núna. Þeir voru ekki langt frá því að halda sér uppi síðast. Það er auðvitað markmiðið og við eigum góða möguleika á því,“ sagði Jóhann Berg sem hefur æfingar með Burnley á mánudaginn eftir um þriggja vikna frí. Jóhann Berg segir að síðasta tímabil með Charlton og EM hafi tekið sinn toll en hann verði klár á mánudaginn. „Síðasta tímabil og EM tók mikið á. Það var hundleiðinlegt að falla með Charlton en það var allt annað í gangi á EM. Á mánudaginn er ég búinn að vera einhverjar þrjár vikur í fríi, það er minna en venjulega en samt feyki nóg,“ sagði Jóhann Berg sem hreifst af liði Burnley á síðasta tímabili er það vann B-deildina. „Þetta er lið sem er með allt á hreinu og er í mjög góðu formi. Við þurfum að hafa það í úrvalsdeildinni, við þurfum að vera í betra formi en hin liðin í vetur og vita nákvæmlega hvert okkar plan er.“Nánar verður rætt við Jóhann Berg í Fréttablaðinu á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir Jóhann Berg: Andinn hjá Burnley er svipaður og hjá íslenska landsliðinu Jóhann Berg Guðmundsson er nýjasti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley. 19. júlí 2016 12:29 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Jóhann Berg: Andinn hjá Burnley er svipaður og hjá íslenska landsliðinu Jóhann Berg Guðmundsson er nýjasti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley. 19. júlí 2016 12:29