Enski boltinn

Jóhann Berg: Andinn hjá Burnley er svipaður og hjá íslenska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg var í byrjunarliði Íslands í öllum fimm leikjum liðsins á EM í Frakklandi.
Jóhann Berg var í byrjunarliði Íslands í öllum fimm leikjum liðsins á EM í Frakklandi. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson er nýjasti leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley.



Jóhann Berg skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley með möguleika á árs framlengingu. Hann kemur til Burnley frá Charlton Athletic sem hann lék með tvö síðustu tímabil.

„Andrúmsloftið í félaginu er frábært og ég sá hversu gott liðið er þegar ég spilaði gegn því í fyrra. Ég vildi ólmur koma hingað,“ sagði Jóhann Berg í samtali við heimasíðu Burnley.

„Það virðist vera svipaður andi hér og í íslenska landsliðinu þar sem allir vinna fyrir hvern annan og samheldnin er mikil. Um það snýst fótboltinn, þetta er liðsíþrótt,“ sagði landsliðsmaðurinn.

Hann kveðst vera tilbúinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég hef spilað stóra leiki í Evrópudeildinni og með landsliðinu og það mun pottþétt hjálpa mér aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Reynslan skiptir öllu máli og ég bý yfir nokkuð góðri reynslu svo ég held að þetta muni ganga upp,“ sagði Jóhann Berg sem lagði upp 11 mörk í ensku B-deildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×