Innlent

Kynbundinn launamunur innan BHM eykst milli ára

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðgerðum BHM þegar félagið stóð í kjaradeilum við ríkið í fyrra.
Frá aðgerðum BHM þegar félagið stóð í kjaradeilum við ríkið í fyrra. vísir/Stefán
Kynbundinn launamunur meðal félagsmanna BHM var 11,7 prósent árið 2015 en þetta sýna niðurstöður kjarakönnunar sem nýlega var gerð á vegum bandalagsins. Kynbundinn launamunur innan bandalagsins eykst á milli ára þar sem sambærileg könnun sem gerð var árið 2015, og náði þá til ársins 2014, sýndi að kynbundinn launamunur var 9,4 prósent.Í tilkynningu frá BHM kemur fram að hér sé átt við „þann launamun sem eftir stendur þegar laun beggja kynja hafa verið uppfærð miðað við 100% starf og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum ýmissa þátta á heildargreiðslur, s.s. mismunandi starfshlutfalls og vinnustunda-fjölda, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi. Nánar tiltekið þýðir þetta að laun kvenna innan BHM hefðu að jafnaði þurft að vera 11,7% hærri en þau voru árið 2015 til að vera jöfn launum karlanna.“Þá mældist óleiðréttur launamunur kynja tæplega 18 prósent, það er heildargreiðslur til karla voru að jafnaði um 18 prósent hærri en til kvenna þegar laun höfðu verið uppfærð miðað við 100% starf.Könnunin var gerð af fyrirtækinu Maskínu í mars og apríl sl. og náði til félagsmanna BHM sem voru í starfi 1. nóvember 2015, rúmlega 12.000 manns. Svarendur voru um 4.800 og var svarhlutfallið því um 40% af þýðinu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.