Innlent

Bíll við bíl á höfuðborgarsvæðinu: Allir á leiðinni heim til að horfa á strákana okkar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Kringlumýrarbrautinni núna klukkan 16.10.
Á Kringlumýrarbrautinni núna klukkan 16.10. vísir

Mjög mikil umferð er nú á höfuðborgarsvæðinu enda margir á leiðinni heim úr vinnu til að ná að sjá leik Íslands og Austurríkis sem nú fer fram á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Þegar Vísir hafði samband við umferðardeild lögreglunnar sagði varðstjóri að þétt umferð væri á höfuðborgarsvæðinu en engin óhöpp eða neitt slíkt hefðu orðið.

Þá væri það vissulega óvenjulegt að svo mikil umferð væri á sama tíma þar sem hún dreifist vanalega meira í eftirmiðdaginn en það vilja jú allir ná að sjá strákana okkar í seinasta leik sínum í riðlakeppninni á EM.

Hringtorgið við Rauðavatn rétt fyrir klukkan 16. vísir
Svona leit svo Miklabrautin út klukkan 17, sem er mjög óvenjulegt einnig. vísir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.