Innlent

Bíll við bíl á höfuðborgarsvæðinu: Allir á leiðinni heim til að horfa á strákana okkar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á Kringlumýrarbrautinni núna klukkan 16.10.
Á Kringlumýrarbrautinni núna klukkan 16.10. vísir
Mjög mikil umferð er nú á höfuðborgarsvæðinu enda margir á leiðinni heim úr vinnu til að ná að sjá leik Íslands og Austurríkis sem nú fer fram á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Þegar Vísir hafði samband við umferðardeild lögreglunnar sagði varðstjóri að þétt umferð væri á höfuðborgarsvæðinu en engin óhöpp eða neitt slíkt hefðu orðið.

Þá væri það vissulega óvenjulegt að svo mikil umferð væri á sama tíma þar sem hún dreifist vanalega meira í eftirmiðdaginn en það vilja jú allir ná að sjá strákana okkar í seinasta leik sínum í riðlakeppninni á EM.

Hringtorgið við Rauðavatn rétt fyrir klukkan 16.vísir
Svona leit svo Miklabrautin út klukkan 17, sem er mjög óvenjulegt einnig.vísirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.