Klopp: Ég var búinn að fylgjast með Mané í fjögur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2016 16:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst ánægður með að vera loksins búinn að landa senegalska framherjanum Sadio Mané.Mané var kynntur til leiks hjá Liverpool í gær en hann kemur til Bítlaborgarliðsins frá Southampton. Talið er að Liverpool hafi borgað um 30 milljónir punda fyrir Mané sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni í sögu félagsins á eftir Andy Carroll og Christian Benteke. „Ég er búinn að fylgjast með Sadio í nokkur ár eða frá Ólympíuleikunum 2012. Ég fylgdist með honum í Austurríki og hjá Southampton,“ sagði Klopp um Mané sem kom til Southampton frá Red Bull Salzburg 2014. „Síðan ég kom hef ég oft rætt við starfsfólkið hérna um hann og taldi að hann gæti orðið góð kaup fyrir okkur. Hann býr yfir miklum hæfileikum, er vinnusamur og með góða markatölfræði.“ Mané skoraði 25 mörk í 75 leikjum fyrir Southampton, þ.á.m. eftirminnilega þrennu gegn Aston Villa í maí 2015. Mané gerði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og 56 sekúndum og sló met Robbies Fowler yfir sneggstu þrennuna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Að sögn Klopps sýndi Mané mikinn áhuga á að ganga í raðir Liverpool sem endaði í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar ég talaði við hann fann ég hvað hann var spenntur að koma til félagsins og spila fyrir okkar frábæru stuðningsmenn. Þeir verða jafn spenntir að sjá hann spila í búningi Liverpool og ég,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst ánægður með að vera loksins búinn að landa senegalska framherjanum Sadio Mané.Mané var kynntur til leiks hjá Liverpool í gær en hann kemur til Bítlaborgarliðsins frá Southampton. Talið er að Liverpool hafi borgað um 30 milljónir punda fyrir Mané sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni í sögu félagsins á eftir Andy Carroll og Christian Benteke. „Ég er búinn að fylgjast með Sadio í nokkur ár eða frá Ólympíuleikunum 2012. Ég fylgdist með honum í Austurríki og hjá Southampton,“ sagði Klopp um Mané sem kom til Southampton frá Red Bull Salzburg 2014. „Síðan ég kom hef ég oft rætt við starfsfólkið hérna um hann og taldi að hann gæti orðið góð kaup fyrir okkur. Hann býr yfir miklum hæfileikum, er vinnusamur og með góða markatölfræði.“ Mané skoraði 25 mörk í 75 leikjum fyrir Southampton, þ.á.m. eftirminnilega þrennu gegn Aston Villa í maí 2015. Mané gerði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og 56 sekúndum og sló met Robbies Fowler yfir sneggstu þrennuna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Að sögn Klopps sýndi Mané mikinn áhuga á að ganga í raðir Liverpool sem endaði í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. „Þegar ég talaði við hann fann ég hvað hann var spenntur að koma til félagsins og spila fyrir okkar frábæru stuðningsmenn. Þeir verða jafn spenntir að sjá hann spila í búningi Liverpool og ég,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira