Ólafur njósnar um Portúgal: Agaðari en við eigum að venjast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 08:00 Cristiano Ronaldo er mættur með öflugu landsliði Portúgals á Evrópumótið. vísir/EPA „Mér líður eins og ég sé orðinn góðvinur leikmannanna,“ segir Ólafur Kristjánsson, verðandi þjálfari Randers í Danmörku og svokallaður njósnari fyrir íslenska landsliðið. Ég hitti Ólaf í miðbæ Annecy, bæjarins fagra sem íslenska landsliðið mun kalla heimili sitt næstu vikurnar. Íslenska liðið er nú búið að dvelja þar í nokkra dag en þetta var fyrsta ferð Ólafs inn í miðbæinn. „Ég hef einfaldlega verið á fullu að vinna,“ segir Ólafur sem hefur haft það hlutverk að leikgreina lið Portúgals fyrir þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Ólafur hefur vitanlega séð alla leiki Portúgals í undankeppni EM og vináttulandsleikina þar að auki. Hann var á staðnum þegar Portúgal mætti bæði Englandi og Noregi en eftir þá unnu Portúgalar afar sannfærandi 7-0 sigur á Eistlandi. Ólafur segir að þó svo að öllum sé ljóst að Portúgal sé með ógnarsterkt lið með Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann heims, fremstan í flokki, hafi öll lið sínar brotalamir og veikleika. „Við vitum að menn eins og Ronaldo, Ricardo Quaresma, Nani og fleiri eru frábærir knattspyrnumenn en þeir eru mannlegir eins og aðrir og eiga sínu slæmu daga,“ segir Ólafur. „En þeir vita líka mjög vel hverjir þeirra styrkleikar eru og þeir eru góðir að keyra sig upp í að nýta þá til hins ýtrasta.“Ólafur Kristjánsson er í njósnateymi íslenska landsliðsins.vísir/vilhelmEinbeittir og agaðir Ólafur vill eðlilega ekki tjá sig mikið um hvernig Ísland á að leggja upp leikinn gegn Portúgal á þriðjudag, það sé hlutverk þjálfaranna. En hann segir að Ísland eigi ávallt möguleika, nái okkar menn sínu besta fram. „Okkar möguleikar felast í því að vera jafn grimmir og ákveðnir og við vorum í stóru leikjunum í undankeppninni. Að sama skapi verður maður að vona að Portúgal komist ekki í fimmta gír.“ Hann segir ólíklegt að gera á einhvern hátt ráð fyrir því að lið Portúgals muni vanmeta lið Íslands og sýna kæruleysi í fyrsta leik sínum á EM. „Ef það gerist þá verður það algjörlega ómeðvitað. Þjálfarinn þeirra hefur líka talað þannig að það séu allir mjög einbeittir og agaðir. Ísland fór í gegnum erfiðan riðil í undankeppninni og það er ekki hægt að vanmeta neitt lið sem er komið inn á EM.“Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar.vísir/epaTími Portúgals loks kominn? Eins og Ólafur bendir réttilega á hefur Portúgal aldrei náð að standa almennilega undir væntingum á stórmótum eftir að liðið komst í úrslitaleikinn á EM 2004 á heimavelli, þá með Ronaldo ungan innanborðs. „Við höfum þekkt Portúgal sem mikið sóknarlið en staðreyndin er sú að liðið í dag er mjög agað, líka án bolta og í varnarleik sínum. Það getur svo beitt afar fjölbreyttum sóknarleik og þeir eru til dæmis ekki smeykir við að senda upp langa bolta og fara á bak við andstæðinginn. Þeir geta líka farið í fyrirgjafir mjög snemma. Það er verið að spila á mjög marga strengi hjá þeim.“ Ólafur segir erfitt að setja leikkerfi Portúgals í ákveðinn flokk. Leikstíll liðsins sé breytilegur. „Spila þeir 4-4-2 eða 4-3-3? Þú getur alveg eins sagt að þeir spili 7-9-13. Það er það mikil hreyfing og skilningur hjá þessu liði,“ segir Ólafur sem segir að liðið geti farið langt í Frakklandi. „Helstu veikleikar liðsins felast ef til vill í því að það er farið að hægjast á miðvörðunum þeirra. Það gæti hentað liðinu illa að spila gegn liði með snögga framherja. Portúgal gæti því farið langt en getur líka lent snemma á liði sem hentar því illa.“ Leikur Íslands og Portúgals fer fram í St. Etienne á þriðjudag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
„Mér líður eins og ég sé orðinn góðvinur leikmannanna,“ segir Ólafur Kristjánsson, verðandi þjálfari Randers í Danmörku og svokallaður njósnari fyrir íslenska landsliðið. Ég hitti Ólaf í miðbæ Annecy, bæjarins fagra sem íslenska landsliðið mun kalla heimili sitt næstu vikurnar. Íslenska liðið er nú búið að dvelja þar í nokkra dag en þetta var fyrsta ferð Ólafs inn í miðbæinn. „Ég hef einfaldlega verið á fullu að vinna,“ segir Ólafur sem hefur haft það hlutverk að leikgreina lið Portúgals fyrir þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Ólafur hefur vitanlega séð alla leiki Portúgals í undankeppni EM og vináttulandsleikina þar að auki. Hann var á staðnum þegar Portúgal mætti bæði Englandi og Noregi en eftir þá unnu Portúgalar afar sannfærandi 7-0 sigur á Eistlandi. Ólafur segir að þó svo að öllum sé ljóst að Portúgal sé með ógnarsterkt lið með Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann heims, fremstan í flokki, hafi öll lið sínar brotalamir og veikleika. „Við vitum að menn eins og Ronaldo, Ricardo Quaresma, Nani og fleiri eru frábærir knattspyrnumenn en þeir eru mannlegir eins og aðrir og eiga sínu slæmu daga,“ segir Ólafur. „En þeir vita líka mjög vel hverjir þeirra styrkleikar eru og þeir eru góðir að keyra sig upp í að nýta þá til hins ýtrasta.“Ólafur Kristjánsson er í njósnateymi íslenska landsliðsins.vísir/vilhelmEinbeittir og agaðir Ólafur vill eðlilega ekki tjá sig mikið um hvernig Ísland á að leggja upp leikinn gegn Portúgal á þriðjudag, það sé hlutverk þjálfaranna. En hann segir að Ísland eigi ávallt möguleika, nái okkar menn sínu besta fram. „Okkar möguleikar felast í því að vera jafn grimmir og ákveðnir og við vorum í stóru leikjunum í undankeppninni. Að sama skapi verður maður að vona að Portúgal komist ekki í fimmta gír.“ Hann segir ólíklegt að gera á einhvern hátt ráð fyrir því að lið Portúgals muni vanmeta lið Íslands og sýna kæruleysi í fyrsta leik sínum á EM. „Ef það gerist þá verður það algjörlega ómeðvitað. Þjálfarinn þeirra hefur líka talað þannig að það séu allir mjög einbeittir og agaðir. Ísland fór í gegnum erfiðan riðil í undankeppninni og það er ekki hægt að vanmeta neitt lið sem er komið inn á EM.“Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar.vísir/epaTími Portúgals loks kominn? Eins og Ólafur bendir réttilega á hefur Portúgal aldrei náð að standa almennilega undir væntingum á stórmótum eftir að liðið komst í úrslitaleikinn á EM 2004 á heimavelli, þá með Ronaldo ungan innanborðs. „Við höfum þekkt Portúgal sem mikið sóknarlið en staðreyndin er sú að liðið í dag er mjög agað, líka án bolta og í varnarleik sínum. Það getur svo beitt afar fjölbreyttum sóknarleik og þeir eru til dæmis ekki smeykir við að senda upp langa bolta og fara á bak við andstæðinginn. Þeir geta líka farið í fyrirgjafir mjög snemma. Það er verið að spila á mjög marga strengi hjá þeim.“ Ólafur segir erfitt að setja leikkerfi Portúgals í ákveðinn flokk. Leikstíll liðsins sé breytilegur. „Spila þeir 4-4-2 eða 4-3-3? Þú getur alveg eins sagt að þeir spili 7-9-13. Það er það mikil hreyfing og skilningur hjá þessu liði,“ segir Ólafur sem segir að liðið geti farið langt í Frakklandi. „Helstu veikleikar liðsins felast ef til vill í því að það er farið að hægjast á miðvörðunum þeirra. Það gæti hentað liðinu illa að spila gegn liði með snögga framherja. Portúgal gæti því farið langt en getur líka lent snemma á liði sem hentar því illa.“ Leikur Íslands og Portúgals fer fram í St. Etienne á þriðjudag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30
Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00
Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30
Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00