Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Borgarlögmaður telur að hæstaréttardómur sem féll í síðustu viku um lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar knýi ríkið jafnframt til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. Þar er borgin búin að skipuleggja nýtt íbúðahverfi fyrir áttahundruð íbúðir. 

Fjallað verður málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar verður einnig fjallað um alvarlega myglu í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Hundruð milljón króna framkvæmdir eru að hefjast í höfuðstöðvunum en mikil veikindi starfsfólks urðu til þess að myglan uppgötvaðist.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Annecy og greinum ítarlega frá sögulegum leik Íslands og Portúgal. Rætt verður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara og Roland Anderson, njósnara landsliðsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×