Rannsókn íslenskra vísindamanna vekur heimsathygli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júní 2016 22:11 Ferlið tók mun skemmri tíma en talið var að þetta myndi taka. mynd/or Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í basaltberlögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á tveimur árum en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Þetta kemur fram í grein sem mun birtast á morgun í Science, einu virtasta og þekktasta vísindatímariti heims. Í greininni er fjallað um CarbFix loftlagsverkefnið sem unnið hefur verið að við virkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði frá árinu 2007. Höfundar greinarinnar, sem ber heitið Rapid carbon mineralization for permanent disposal of anthropogenic carbon dioxide emission, eru úr rannsóknarhópi sem vinnur að bindingu koltvíoxíðs í basalti. Meðlimir hópsins eru m.a. frá Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, ÍSOR, Columbia University í New York, CNRS í Toulouse, University of Southampton, University College í London og Kaupmannahafnarháskóla. Juerg Matter frá University of Southampton leiðir þann hluta rannsóknanna sem greinin fjallar um. „Þessar niðurstöður eru merkilegar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi hvað bindingin er hröð. Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Í öðru lagi er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur. Það helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Í þriðja lagi höfum við nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri. Málið hefur vakið gífurlega athygli erlendis en margir af stærstu miðlum heimsins hafa fjallað um það. Þar á meðal má nefna New York Times, New Scientist, Wired, The Guardian og WashingtonPost. Í greinunum er hins vegar tekið fram að basl gæti verið að leika þetta eftir á erlendri grund enda ekki önnur lönd ekki jafnrík af basalti og Ísland. Tengdar fréttir Veitir 117 milljónum til rannsókna við Hellisheiðarvirkjun Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita liðlega eina milljón dollara, eða um 117 milljónum kr. í styrk til vísindarannsókna sem tengjast CarbFix kolefnisbindingarverkefninu við Hellisheiðarvirkjun. 15. september 2010 07:42 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í basaltberlögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95 prósentum á tveimur árum en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var talið. Þetta kemur fram í grein sem mun birtast á morgun í Science, einu virtasta og þekktasta vísindatímariti heims. Í greininni er fjallað um CarbFix loftlagsverkefnið sem unnið hefur verið að við virkjun Orku náttúrunnar á Hellisheiði frá árinu 2007. Höfundar greinarinnar, sem ber heitið Rapid carbon mineralization for permanent disposal of anthropogenic carbon dioxide emission, eru úr rannsóknarhópi sem vinnur að bindingu koltvíoxíðs í basalti. Meðlimir hópsins eru m.a. frá Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, ÍSOR, Columbia University í New York, CNRS í Toulouse, University of Southampton, University College í London og Kaupmannahafnarháskóla. Juerg Matter frá University of Southampton leiðir þann hluta rannsóknanna sem greinin fjallar um. „Þessar niðurstöður eru merkilegar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi hvað bindingin er hröð. Aðferðirnar sem við höfum þróað standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Í öðru lagi er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætlum að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur. Það helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verkefni. Í þriðja lagi höfum við nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir verkefnisstjóri. Málið hefur vakið gífurlega athygli erlendis en margir af stærstu miðlum heimsins hafa fjallað um það. Þar á meðal má nefna New York Times, New Scientist, Wired, The Guardian og WashingtonPost. Í greinunum er hins vegar tekið fram að basl gæti verið að leika þetta eftir á erlendri grund enda ekki önnur lönd ekki jafnrík af basalti og Ísland.
Tengdar fréttir Veitir 117 milljónum til rannsókna við Hellisheiðarvirkjun Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita liðlega eina milljón dollara, eða um 117 milljónum kr. í styrk til vísindarannsókna sem tengjast CarbFix kolefnisbindingarverkefninu við Hellisheiðarvirkjun. 15. september 2010 07:42 Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Veitir 117 milljónum til rannsókna við Hellisheiðarvirkjun Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita liðlega eina milljón dollara, eða um 117 milljónum kr. í styrk til vísindarannsókna sem tengjast CarbFix kolefnisbindingarverkefninu við Hellisheiðarvirkjun. 15. september 2010 07:42
Mengun breytt í fallega steina Tvö íslensk verkefni gætu orðið mikilvæg vopn í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Verkefnin Carbfix og Sulffix ganga út á það að binda kolefni og brennisteinsmengun djúpt í berglögum. Menguninni er breytt í steina sem haldast stöðugir í milljónir ára 18. ágúst 2015 11:00