Skákmeistarar lofa tilþrifum Svavar Hávarðsson skrifar 21. maí 2016 10:00 Þeir Nigel Short og Hjörvar Steinn takast á í sex skáka einvígi um helgina. Vísir/Anton Brink Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira
Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við stórskemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir eru þekktir fyrir snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Nigel Short var undrabarn í skák. Stórmeistari varð hann 19 ára og var þá yngstur allra í heiminum sem báru þann eftirsótta titil. Short hefur unnið tugi alþjóðlegra skákmóta og verið í fremstu röð í áratugi. Á hátindi ferils síns vann Short sér rétt til að tefla um heimsmeistaratitilinn við sjálfan Garry Kasparov árið 1993, en beið lægri hlut. Árið sem Short glímdi við hinn göldrótta ofurmeistara Kasparov um heimsmeistaratitilinn fæddist Hjörvar Steinn Grétarsson, sem nú er yngstur þeirra Íslendinga sem skarta stórmeistaratign. Hann er nú næststigahæsti skákmaður Íslands með 2580 stig, og er til alls líklegur gegn Short, þótt enski meistarinn skarti nú 2671 skákstigi. Short og Hjörvar Steinn munu tefla sex atskákir í Salnum. Umhugsunartími er 25 mínútur fyrir hvorn keppanda. Það er mun styttri tími en í hefðbundnum kappskákum, og má búast við tímahraki með tilheyrandi fjöri. En hér er ekki allt talið. Nigel Short er maður mikilla hæfileika treður upp sem söngvari í skák-rokkbandinu The Knight b4 á Húrra í Tryggvagötu og setur punkt við skákhátíðina. Aðrir í hljómsveitinni eru Arnljótur Sigurðsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Viggó E. Hilmarsson og Þorvaldur Ingveldarson.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Sjá meira