Fótbolti

Skoraði á Laugardalsvellinum fyrir 29 árum en er nú þjálfari Norður-Kóreu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jörn Andersen.
Jörn Andersen. Vísir/Getty

Jörn Andersen, 53 ára Norðmaður og fyrrum markakóngur, verður næsti landsliðsþjálfari Norður-Kóreu í fótbolta.

Jörn Andersen sem þjálfaði síðast Austria Salzburg í Austurríki en hefur ekki þjálfað landslið áður. Hann hefur starfað sem þjálfari meira eða minna frá aldarmótum.

Jörn Andersen skrifaði undir eins árs samning en landslið Norður-Kóreu á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi 2018. Hann staðfesti samninginn við NRK.

Norður-Kórea hefur komist í tvær úrslitakeppni HM, fyrst í Englandi og svo aftur í Suður-Afríku 2010. Liðið er eins og er í 112. sæti á FIFA-listanum og í fimmtánda sæti með Asíuþjóða.

Andersen var orðaður við þýsku liðin Union Berlin og FSV Frankfurt sem bæði spila í b-deildinni en hefur ákvað að taka skrefið og taka við landsliði eins einangraðasta lands í heimi.

Jörn Andersen var þekktur markaskorari á sínum yngri árum og lék á sínum tíma 27 landsleiki fyrir Noreg.

Eitt af fimm mörkum Jörn Andersen fyrir norska landsliðið kom á móti Íslandi á Laugardalsvellinum 9. september 1987. Andersen kom þá Noregi í 1-0 á 11. mínútu en Pétur Pétursson og Pétur Ormslev tryggðu Íslandi 2-1 sigur.

Jörn Andersen varð tvisvar markakóngur á sínum ferli, fyrst 1985 með Vålerenga í norsku deildinni og svo 1991 með Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni en hann varð þá fyrsti útlendingurinn til að verða markakóngur í þýsku deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.