David Bowie átti að fara með hlutverk í nýju Twin Peaks þáttunum Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 12:23 Til stóð að Bowie sneri aftur sem alríkislögreglumaðurinn Phillip Jeffries. Vísir/Getty Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci. Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Til stóð að poppgoðsögnin David Bowie, sem lést í janúar síðastliðnum, tæki þátt í endurkomu bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Tvídrangar, eða Twin Peaks. Þetta segir einn leikara þáttaraðarinnar. Greint var frá því síðastliðið haust að þættirnir myndu snúa aftur en þeir nutu mikilla vinsælda snemma á tíunda áratugnum. Bowie fór með stutt hlutverk í kvikmyndinni Fire walk with me, nokkurs konar framhaldsmynd þáttanna. Þar lék Bowie Phillip Jeffries, dularfullan útsendara alríkislögreglunnar sem snýr skyndilega aftur eftir að hafa verið týndur í tvö ár, og skartaði glæsilegum Suðurríkjahreim í hlutverki sínu.Harry Goaz, sem fór með hlutverk hins trygga en vitgranna lögreglumanns Andy í þáttunum, greinir frá því í viðtali við dagblað í heimaborg sinni Dallas að það hafi staðið til að Bowie sneri aftur í nýju þáttaröðinni. Engar senur með honum hafi þó verið teknar upp fyrir andlát söngvarans. Hinn sérvitri David Lynch mun koma að leikstjórn þáttaraðarinnar sem hann skapaði ásamt Mark Frost, þó að Lynch hafi reyndar sagt sig frá verkefninu á tímabili. Margir af helstu leikurum þáttanna munu fara með hlutverk sín á ný ásamt nýliðum á borð við Naomi Watts, Jim Belushi og Monica Bellucci.
Tengdar fréttir Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38 MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikaralisti Twin Peaks opinberaður og hann er ógnarlangur 217 nöfn í það heila og má þar finna Michael Cera, Tim Roth og Jennifer Jason Leigh. 25. apríl 2016 18:38
MacLachlan snýr aftur í Twin Peaks Aðdáendur Twin Peaks þáttana geta svo sannarlega glaðst yfir þeim fréttum að Kyle MacLachlan mun snúa aftur í hlutverki rannsóknarlögrelumannsins Dale Cooper. 14. janúar 2015 10:30