Fótbolti

Þorlákur hættir hjá Brommapojkarna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason er að hætta sem yfirmaður akademíu sænska knattspyrnufélagsins Brommapojkarna.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag en þar kemur fram að Þorlákur láti af störfum þann 30. júní næstkomandi.

Þorlákur hefur sinnt þessu starfi nú að vera í tvö ár. Akademía félagsins er ein sú öflugasta í Svíþjóð.

Ekki liggur fyrir hvað Þorlákur tekur sér fyrir hendur en Þorlákur þjálfaði kvennalið Stjörnunnar og U-17 ára lið karla áður en hann hélt í víking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×