Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu Svavar Hávarðsson skrifar 4. maí 2016 07:00 Eldgosið í Holuhrauni stóð í sex mánuði. Visir/Egill Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson Jarðvísindamenn eru með auga á aukinni jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu þessi misserin. Ýmsar kenningar eru uppi um hvað veldur, en engu er hægt að slá föstu. Hópur vísindamanna mun funda á næstunni á vettvangi almannavarna til að gaumgæfa stöðuna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor og jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, segir að allt frá því í haust hafi orðið vart við að jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu hafi hægt og bítandi verið að aukast nokkuð. „Við getum ekki verið viss um hvað nákvæmlega er á ferðinni en það þykir líklegt að hér séu á ferðinni viðbrögð sem tengjast jarðhræringunum við Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni, veturinn 2014-2015. Þetta eru grunnir skjálftar sem benda til þess, en það þarf að skoða þetta betur. Það þarf að fylgjast vel með Bárðarbungu, og við erum að fylgjast með jarðhita á svæðinu – hvort hann vex og katlarnir undir jöklinum geti farið að safna vatni og valda hlaupum. Það er ekki enn þá en sigkatlarnir eru heldur að stækka,“ segir Magnús Tumi. Hann útskýrir að skjálftarnir tengist því þegar askja, eins og gerðist í Bárðarbungu, fellur saman þá myndast mikið ójafnvægi á svæðinu. Grunnvatnsborðið fellur til dæmis en þegar það rís aftur myndast þrýstingur og ísblokkirnar byrja að skríða til. „Þetta gæti verið skýringin en það er ekkert hægt að fullyrða um það – að þetta séu viðbrögð við því sem áður gerðist. Maður skyldi þó halda að sá fasi ætti að vera yfirstaðinn núna.“ Fylgst verður grannt með þróun mála við fjallið í sumar, að sögn Magnúsar Tuma. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru að skoða hvort ástæða sé til að setja upp mæli uppi á Bárðarbungu til eftirlits. Þá er í pípunum að vísindamannaráð almannavarna komi saman á næstunni og fari yfir stöðuna – en sá hópur fundaði daglega um langt skeið fyrir og á meðan eldur var uppi í Holuhrauni. „En það lítur enginn svo á að við séum komin í eitthvert krísuástand, eða neitt slíkt. Við þurfum bara að vita hvað er að gerast,“ segir Magnús Tumi og bætir við að engin merki séu um að jarðskjálftavirknin sé undanfari að einhverju stóru, þó um sé að ræða töluverða virkni. Eins og gögn Veðurstofunnar sýna þá má nefna sem dæmi að fimmtán skjálftar mældust við og í Bárðarbunguöskjunni á einum klukkutíma á sunnudagskvöldið – flestir litlir. Hins vegar eru það stóru skjálftarnir sem telja mest segir Magnús Tumi en skjálftar vel rúmlega þrjú stig hafa mælst allnokkrir að undanförnu og skjálfti í apríl mældist 4,2 stig.Öskjusigið vel yfir 60 metrar -Eldgosinu sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst 2014 lauk 27. febrúar 2015. -Jarðhræringarnar hófust 16. ágúst 2014. -Hraunið í Holuhrauni er 85 ferkílómetrar að stærð. -Meðalþykkt þess er um 10 til 14 metrar (mest 40 metrar) og rúmmál þess um 1,4 rúmkílómetrar. -Öskjusig Bárðarbungu var í lok eldgossins vel yfir 60 metrar þar sem mest er.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira