Enski boltinn

Mikilvæg stig West Ham í baráttunni um Evrópusæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andy Carroll og Mark Noble fagna í kvöld.
Andy Carroll og Mark Noble fagna í kvöld. vísir/getty
West Ham heldur sér í lykilstöðu í baráttunni um Evrópusæti með 3-1 sigri á Watford í kvöld.

West Ham hafði gert fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni en komst á beinu brautina með sannfærandi sigri á heimavelli.

Andy Carroll kom heimamönnum yfir en Mark Noble skoraði svo tvívegis úr vítaspyrnu og gerði þar með út um leikinn.

Sebastian Prodl náði að minnka muninn fyrir Watford sem fékk svo vítaspyrnu í uppbótartíma en spyrna Droy Deeney var varin.

Watford-maðurinn Nordin Amrabat fékk svo að líta rauða spjaldið í blálok leiksins eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í leiknum.

West Ham er enn í sjötta sæti deildarinnar. Liðið er með 56 stig, þremur á eftir Manchester United en tveimur á undan Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×