Enski boltinn

Verðum að vinna alla okkar leiki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Gaal er með þetta.
Van Gaal er með þetta. vísir/getty
Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, segir að það sé frekar einfalt mál hvað lið hans þurfi að gera til þess að ná Meistaradeildarsæti.

Van Gaal segir að United verði að vinna alla þá fjóra leiki sem liðið á eftir til þess að eiga möguleika á Meistaradeildarsæti.

United lagði Crystal Palace, 2-0, í gær og er einu stigi á eftir Arsenal sem er í fjórða sætinu og tveim stigum á eftir Man. City sem er í þriðja. Efstu fjögur sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni.

„Við höfum verið að setja pressu á þessi lið í vetur og það skiptir mestu máli núna að halda pressunni gangandi. Ef við vinnum þessa fjóra leiki sem eftir eru þá eigum við möguleika á Meistaradeildarsæti,“ sagði Van Gaal eftir leikinn í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×