Enski boltinn

Lerner axlar ábyrgð á falli Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Randy Lerner á Villa Park.
Randy Lerner á Villa Park. vísir/getty
Hinn umdeildi eigandi Aston Villa, Randy Lerner, segir að það sé honum að kenna að félagið sé fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Aston Villa er fallið, aðeins búið að vinna þrjá leiki, er stjóralaust og tveir stjórnarmenn hættu í vikunni eftir deilur við Lerner.

„Ég trúi á Aston Villa og veit að við munum koma sterkari til baka,“ sagði Lerner. „Ábyrgðin á því að félagið er fallið liggur hjá mér og engum öðrum.“

Þó svo Aston Villa hafi unnið fyrsta leik vetrarins hefur ekkert gengið. Búið er að reka tvo stjóra á tímabilinu.

Lerner hefur reynt að selja félagið í tvö ár en vill ekki selja hverjum sem er. Hann keypti félagið árið 2006. Hann átti líka NFL-félagið Cleveland Browns sem hann fékk í arf frá föður sínum. Hann seldi það árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×