Enski boltinn

Fosu-Mensah getur orðið eins og Schweinsteiger

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tim Fosu-Mensah.
Tim Fosu-Mensah. vísir/getty
Stjóri Man. Utd, Louis van Gaal, er hæstánægður með hinn unga Tim Fosu-Mensah og líkir honum við Bastian Schweinsteiger er hann var ungur.

Van Gaal vann með Schweinsteiger er hann var ungur hjá Bayern og fékk hann síðan til Man. Utd. Hann sér fyrir sér að Fosu-Mensah geti fetað svipaða slóð og Þjóðverjinn.

Schweinsteiger byrjaði á hægri kantinum en varð síðar miðjumaður er Van Gaal tók við liðinu.

„Leikmenn sem spila undir minni stjórn hafa oft spilað aðrar stöður hjá mér en í öðrum liðum. Ég gerði það með Schweinsteiger. Skoðaði hann og ákvað að hann myndi nýtast okkur betur á miðjunni,“ sagði Hollendingurinn Van Gaal.

„Ég hef breytt leikstöðum margra leikmanna og Fosu-Mensah getur vel fetað þá braut að skila mörgum stöðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×