Enski boltinn

Arsenal náði aðeins stigi gegn Sunderland

Defoe í baráttunni gegn Laurent Koscielny
Defoe í baráttunni gegn Laurent Koscielny Vísir/getty
Skytturnar urðu af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu í dag þegar liðið heimsótti Sunderland en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Arsenal var mun meira með boltann í leiknum en náðu ekki að koma boltanum framhjá Vito Mannone í marki Sunderland.

Eftir leikinn er Arsenal með fimm stiga forskot á Manchester United í baráttunni um 4. sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili en lærisveinar Van Gaal eiga leik til góða.

Jack Wilshere lék síðustu fimm mínútur leiksins í dag en þetta var fyrsti leikur hans á tímabilinu eftir að hafa glímt við erfið meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×