Enski boltinn

Ranieri setur pressu á leikmenn Leicester

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri spútnikliðs Leicester City, segir að nú sé komið að leikmönnum liðsins að sjá til þess að liðið verði enskur meistari þegar tímabilinu er lokið.

Eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn West Ham um síðustu helgi fóru enskir fjölmiðlar að fjalla um fyrrum árangur liða Ranieri í titilbaráttu en hann hefur ekki enn náð að stýra liði til sigurs í efstu deild.

Ítalski knattspyrnustjórinn sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarna mánuði segir að nú sé kominn tími til þess að leikmennirnir taki af skarið og sigli titlinum heim.

„Fólk mun fjalla um það að lið undir minni stjórn hafi ítrekað lent í öðru sæti en nú er kominn tími til þess að ég hampi titlinum. Ég verð ósáttur með allt annað en titilinn eftir allt þetta frábæra starf sem við höfum unnið hér á þessu tímabili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×