Enski boltinn

Moyes segist aldrei hafa spilað leik á Íslandi | „Hef kynnst frábæru fólki frá Íslandi“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ég var ekki nema 15-16 ára þegar ég fór til Vestmannaeyja. Ég spilaði ekki fyrir félagið en ég hjálpaði til við þjálfun,“ sagði David Moyes, fyrrum knattspyrnustjóri Everton, Manchester United og Real Sociedad, í samtali við Tómas Þór Þórðarson en viðtalið var birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Moyes segist halda sambandi við nokkra Íslendinga.

„Ég þekki Arnar og Bjarka (Gunnlaugssyni), Bjarki lék með Preston þegar ég stýrði félaginu og ég þekki hann þaðan. Ég hef kynnst frábærum íslenskum leikmönnum og frábæru íslensku fólki.“

David hló þegar borið var undir hann hvernig honum hefði líkað maturinn á sínum tíma í Vestmannaeyjum.

„Ég kom frá Glasgow og matarmenningunni þar og það var ekki algengt að borða fisk þar eins og hér en tímarnir breytast. Ferðamenn streyma til landsins í dag til að fá íslenskan fisk. Ég myndi eflaust ráða betur við matinn í dag,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×