Mata: Við fáum fáránlega mikið borgað og ég tæki glaður á mig launalækkun Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2016 08:15 Juan Mata veit að hann lifir ekki eðlilegu lífi. vísir/getty Juan Mata, miðjumaður Manchester United, segist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun ef stuðlað yrði að því að fótboltinn yrði ekki jafn mikil viðskipti og hann er orðinn í dag. Spænski landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í spænska fréttaþættinum Salvados þar sem hann sagðist finna til með stuðningsmönnum vegna gráðugra eigenda fótboltafélaga út um allan heim. „Ég skil alveg hvað stuðningsmennirnir eru að vitna til. Þegar kemur að viðskiptahlið fótboltans virðast eigendur liðanna skipta meira máli en stuðningsmennirnir,“ segir Mata. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar fjölmiðlarnir voru ekki svona stór hluti af leiknum og ekki jafn margir aðilar komu að liðunum. Ég hef ekki gaman að viðskiptahlið fótboltans. Ég elska leikinn. Ég elska að æfa og keppa.“ „Ég myndi glaður taka á mig launalækkun ef það myndi þýða að fótboltinn yrði ekki jafnmikil viðskipti. Við fáum vel borgað og stundum finnst manni ekki mikill munur á tölunni x og x sinnum þrír,“ segir Mata. Spánverjinn viðurkennir að hann og fleiri kollegar hans fái greiddar ævintýralegar upphæðir fyrir að spila fótbolta. Átján ára gamall fékk hann tólf milljónir króna á ári fyrir að spila með varaliði Real Madrid. „Umbunin í fótboltanum er mikil á þessu stigi. Það er eins og við búum í vernduðu umhverfi miðað við restina af þjóðfélaginu. Við fáum fáránlega mikið borgað. Það er í raun óskiljanlegt,“ segir Mata sem er talinn fá 140.000 pund í vikulaun í dag eða 25 milljónir króna. „Miðað við fótboltaheiminn í dag er ég að fá eðlileg laun en miðað við hin 99,9 prósentin af Spánverjum og restina af heiminum fæ ég fáránlega mikið borgað.“ „Ég bý í kúlu. Vinir mínir eru þeir sem lifa raunverulega lífinu. Þeir þurftu að leita sér að vinnu, fara á atvinnuleysisbætur og jafnvel flytja frá Spáni. Það er eðlilegt líf í dag. Mitt líf sem fótboltamaður er ekki eðlilegt,“ segir Juan Mata. Enski boltinn Tengdar fréttir Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Juan Mata, miðjumaður Manchester United, segist vera tilbúinn að taka á sig launalækkun ef stuðlað yrði að því að fótboltinn yrði ekki jafn mikil viðskipti og hann er orðinn í dag. Spænski landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í spænska fréttaþættinum Salvados þar sem hann sagðist finna til með stuðningsmönnum vegna gráðugra eigenda fótboltafélaga út um allan heim. „Ég skil alveg hvað stuðningsmennirnir eru að vitna til. Þegar kemur að viðskiptahlið fótboltans virðast eigendur liðanna skipta meira máli en stuðningsmennirnir,“ segir Mata. „Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar fjölmiðlarnir voru ekki svona stór hluti af leiknum og ekki jafn margir aðilar komu að liðunum. Ég hef ekki gaman að viðskiptahlið fótboltans. Ég elska leikinn. Ég elska að æfa og keppa.“ „Ég myndi glaður taka á mig launalækkun ef það myndi þýða að fótboltinn yrði ekki jafnmikil viðskipti. Við fáum vel borgað og stundum finnst manni ekki mikill munur á tölunni x og x sinnum þrír,“ segir Mata. Spánverjinn viðurkennir að hann og fleiri kollegar hans fái greiddar ævintýralegar upphæðir fyrir að spila fótbolta. Átján ára gamall fékk hann tólf milljónir króna á ári fyrir að spila með varaliði Real Madrid. „Umbunin í fótboltanum er mikil á þessu stigi. Það er eins og við búum í vernduðu umhverfi miðað við restina af þjóðfélaginu. Við fáum fáránlega mikið borgað. Það er í raun óskiljanlegt,“ segir Mata sem er talinn fá 140.000 pund í vikulaun í dag eða 25 milljónir króna. „Miðað við fótboltaheiminn í dag er ég að fá eðlileg laun en miðað við hin 99,9 prósentin af Spánverjum og restina af heiminum fæ ég fáránlega mikið borgað.“ „Ég bý í kúlu. Vinir mínir eru þeir sem lifa raunverulega lífinu. Þeir þurftu að leita sér að vinnu, fara á atvinnuleysisbætur og jafnvel flytja frá Spáni. Það er eðlilegt líf í dag. Mitt líf sem fótboltamaður er ekki eðlilegt,“ segir Juan Mata.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Martial skaut United í úrslitaleikinn | Sjáðu mörkin Anthony Martial tryggði Manchester United sæti í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Everton í fyrri undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. 23. apríl 2016 18:15