Enski boltinn

Bilic: Andy Carroll á að fara á EM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slaven Bilic.
Slaven Bilic. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, segir að Andy Carroll sé að komast í landsliðsform og gæti hæglega farið með enska landsliðinu á EM í Frakklandi í sumar. Carroll skoraði þrennu gegn Arsenal í gær og það á aðeins tíu mínútna kafla.

Liðin gerðu 3-3 jafntefli á Upton Park í London. Bilic segir að þrír leikmenn liðsins eigi skilið að vera valdir í enska landliðið, þeir Andy Carroll, Mark Noble og Aaron Cresswell.

„Mark Noble, Aaron Cresswell, og Andy Carroll eru án efa í þeim klassa að þeir eiga skilið að fara til Frakklands. En þetta veltur vissulega allt á Roy Hodgson.“

Hann segir að maður eins og Carroll ætti að nýtast enska liðinu á mótinu.

„Hann er mjög hávaxinn og í fantaformi. Vonandi helst hann heill og þá á hann eftir að blómstra næstu árin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×