Enski boltinn

Everton vill fá ellefu milljarða fyrir Lukaku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukaku fagnar hér marki gegn Chelsea á dögunum.
Lukaku fagnar hér marki gegn Chelsea á dögunum. Vísir/getty
Forráðamenn Everton eru tilbúnir að selja Romelu Lukaku ef þeir fá tilboð í leikmanninn upp á 65 milljónir punda eða því sem samsvarar rúmlega ellefu milljörðum íslenskra króna.

Lukaku hefur verið frábær á tímabilinu fyrir Everton og skorað 25 mörk í 36 leikjum. Fjölmiðlar ytra greina frá því að Belginn vilji yfirgefa Everton í sumar og komast í lið sem spili í Meistaradeild Evrópu.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en Everton borgaði 28 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2014 þegar hann kom frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×