Enski boltinn

Van Gaal um skiptinguna: Vildi fá fleiri hlaup aftur fyrir vörnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal var brúnaþungur á hliðarlínunni.
Van Gaal var brúnaþungur á hliðarlínunni. vísir/getty
Þrátt fyrir 3-0 tap fyrir Tottenham í dag segir Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, að sínir menn eigi enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti.

„Allir geta tapað fyrir öllum og við erum enn í baráttunni. Nú þurfum við að reyna að minnka bilið á ný,“ sagði van Gaal en United er nú fjórum stigum á eftir grönnum sínum í City sem eru í 4. sætinu.

Van Gaal kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu United fram að marki Dele Alli sem kom Tottenham yfir á 70. mínútu.

„Fram að fyrsta markinu var jafnræði með liðunum og við fengum ívið betri færi, þ.á.m. [Anthony] Martial. Það var gott færi,“ sagði Hollendingurinn og bætti við:

„Svo gefum við mark þar sem það voru einhverjir samskiptaörðugleikar í vörninni og fimm mínútum síðar var leikurinn búinn.“

Van Gaal var einnig spurður út í breytinguna sem hann gerði í hálfleik, þegar hann tók Marcus Rashford að velli og setti Ashley Young í framlínuna í hans stað.

„Ég vildi fá fleiri hlaup bak við vörnina þeirra því okkur skorti svoleiðis ógn í fyrri hálfleik,“ sagði van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×