Enski boltinn

Rándýrt að sjá lokaleik Leicester á heimavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ekki komast allir sem vilja á leikinn.
Ekki komast allir sem vilja á leikinn. vísir/getty
Öskubuskuævintýri Leicester City virðist engan enda ætla að taka og nú er slegist um miða á lokaleik félagsins á heimavelli í vetur.

Leikurinn er gegn Everton þann 7. maí og varð uppselt á leikinn á 90 mínútum í dag. Viðeigandi og aldrei hefur selst upp á leik hjá félaginu á eins skömmum tíma.

Nokkrum tímum síðar voru menn farnir að bjóða miða til sölu á netinu. Einn bauð par af miðum til sölu á rúmar 2,6 milljónir króna. Einstaklingsmiðar voru í boði á rúmlega hálfa milljón króna.

Leicester á fimm leiki eftir í ensku deildinni og þarf að vinna þrjá þeirra til þess að tryggja sér titilinn. Það gæti gerst í leiknum gegn Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×