Enski boltinn

Rooney snéri aftur í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wayne Rooney,.
Wayne Rooney,. vísir/getty
Wayne Rooney spilaði sinn fyrsta fótboltaleik síðan í febrúar í kvöld.

Þá lék hann í 61 mínútu með U-21 árs liði Man. Utd gegn Middlesbrough.

Rooney, sem meiddist á hné, er búinn að missa af síðustu tólf leikjum Man. Utd vegna meiðslanna. Hann virtist vera í lagi er hann fór af velli.

Hann hefur síðustu sjö leikina til þess að sanna fyrir Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, að hann sé klár fyrir EM.

Phil Jones spilaði í 90 mínútur í kvöld. Paddy McNair skoraði sigurmark United í leik kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×