Enski boltinn

John Terry borgaði fyrir jarðarför hins átta ára gamla Tommi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Vísir/Getty
John Terry reyndist harmþrunginni fjölskyldu vel á dögunum þegar fyrirliði Chelsea bauðst til að borga fyrir jarðarför ungs drengs sem var mikill stuðningsmaður Chelsea.

Terry brást vel við þegar vinur fjölskyldunnar setti inn fyrirspurn á Instagram um það hvort Terry gæti séð af einhverju til að hjálpa fjölskyldunni að greiða fyrir jarðarför stráksins.  BBC segir frá.

Terry svarað að bragði og tók mjög vel í þessa fyrirspurn enda sagðist hann muna vel eftir stráknum sem heimsótti leikmenn Chelsea fyrir ári síðan.

Terry tók að sér að greiða fyrir allan kostnaðinn við jarðarförina en hann hitti hinn átta ára gamla Tommi Miller í fyrra og hafði strákurinn mikil áhrif á hann.

Terry borgaði alls 1600 pund fyrir jarðarförina eða yfir 280 þúsund íslenskar krónur. Hann sagði í viðtali við Cambridge News að hann væri algjörlega miður sín að heyra af fráfalli Tommi.

Ruth Miller, móðir stráksins, sagðist hafa tekið eftir því að Terry og Tommi náðu vel saman og að strákurinn hafði mikill áhrif á miðvörð Chelsea. Það skipti líka fjölskylduna miklu máli að vita af því að John Terry væri að hugsa til þeirra því hann væri í miklum metum hjá henni.

Tommi Miller greindist með hvítblæði aðeins þriggja ára gamall en hann lést í síðasta mánuði eftir misheppnaða tilraun við beinmergskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×