Enski boltinn

Messan: Gylfi var að hlaupa of mikið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea gegn Chelsea um síðustu helgi. Messan sýndi innslag sem BBC gerði um Gylfa og hans leik.

„Það hefur breyst hjá Gylfa í vetur að hann hleypur minna. Það er asnalegt að segja það en hann hljóp of mikið. Núna finnur hann sér svæði sem er svo mikilvægt fyrir tíuna. Á milli varnar og miðju,“ segir Arnar Gunnlaugsson en Gylfi er nú búinn að skora tólf mörk í deildinni.

„Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu magnaður árangur það er hjá miðjumanni að vera kominn með yfir tíu mörk í deildinni.“

Þorvaldur Örlygsson hrósaði Gylfa einnig.

„Sjálfstraustið hans er greinilega í botni núna. Öll snerting er frábær og hann er með frábæra skottækni,“ sagði Þorvaldur.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×