Enski boltinn

Messan: Gengi Leicester er eins og í lygasögu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er ekkert lát á góðu gengi Leicester sem vann enn einn leikinn um helgina. Liðið er nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar og aðeins fimm leikir eftir.

Það hefur ekki kominn nýr enskur meistari siðan 1978 er Nott. Forest vann deildina.

„Það má segja að það sé margt svipað með Leicester og Forest á þessum tíma. Spila 4-4-2 og með tvo harða hafsenta meðal annars,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, fyrrum leikmaður Nott. Forest en hann lék með liðinu frá 1989 til 1993.

Strákarnir í Messunni ræddu síðan enn frekar um þetta ótrúlega lið sem er uppfullt af mönnum sem áttu ekki upp á pallborðið hjá öðrum liðum.

„Þetta er lygileg saga og flestir stuðningsmenn annarra liða, fyrir utan kannski Tottenham, vilja sjá Leicester vinna deildina. Ég held að það sé langt í að við sjáum svona aftur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Svo rúlluðu þeir yfir lokaleiki toppliðanna og Leicester á eftir erfiða leiki.

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×