Enski boltinn

Messan: Lélegustu leikmennirnir fara í markið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Messunni, hefur ekki mikið álit á fótboltahæfileikum markvarða.

„Ég hef sagt það áður að markmenn eru ekkert voðalega góðir í fótbolta,“ sagði Arnar.

„Ég er þá að tala um fótboltaheilann. Það eru yfirleitt lélegustu leikmennirnir sem fara í markið. Þú manst þegar þú varst að kjósa í lið á Akureyri í gamla daga. Hver fór alltaf í markið? Sá sem var kosinn síðastur,“ sagði Arnar og beindi orðum sínum að Norðanmanninum Þorvaldi Örlygssyni.

„Þeir kunna ekki að lesa leikinn nægilega vel.“

Innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×