Enski boltinn

Stuðningsmaður Leicester fær ekki að dæma hjá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kevin Friend.
Kevin Friend. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur skipt um dómara á leik Tottenham og Stoke City sem fer fram á mánudag.

Kevin Friend átti að dæma leikinn en þar sem hann er yfirlýstur stuðningsmaður Leicester City þá fær hann ekki að dæma leikinn.

Friend býr í Leicester og hefur stundum farið á völlinn til þess að hvetja sína menn.

Leicester og Tottenham eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og knattspurnusambandinu fannst óþarfi að búa til óþarfa vesen með því að láta Friend dæma leikinn þó svo sambandið treysti honum til allra góðra verka.

Neil Swarbrick, sem kemur frá Preston, mun dæma leikinn í staðinn. Friend mun dæma leik Newcastle og Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×