Enski boltinn

Sjáðu draumamark Rashford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn 18 ára gamli framherji Man. Utd, Marcus Rashford, hélt áfram að slá í gegn í enska bikarnum í gær er hann skoraði sannkallað draumamark.

Hann skoraði fyrsta markið í leik West Ham og Man. Utd en gestirnir frá Manchester unnu leikinn, 2-1. Marouane Fellaini skoraði einnig fyrir Man. Utd en James Tomkins minnkaði muninn fyrir West Ham.

Þetta var sögulegur leikur því þetta var síðasti bikarleikurinn sem fer fram á Upton Park, heimavelli West Ham. Liðið flytur í sumar yfir á Ólympíuleikvanginn í London.

Öll mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan en draumamark Rashford stendur upp úr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×