Enski boltinn

Mikilvægur sigur Sunderland í fallbaráttunni

Tveir af markaskorurum Sunderland í dag, Borini og Defoe.
Tveir af markaskorurum Sunderland í dag, Borini og Defoe. vísir/getty
Sunderland vann gífurlega mikilvægan sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar þeir unnu 3-0 sigur á Watford.

Fabio Borini kom Sunderland yfir af vítapunktinum á 41. mínútu eftir að brotið hafi verið á Ítalanum. Staðan var 0-1 í hálfleik.

Þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði markavélin Jermain Defoe og tvöfaldaði forystuna.

Duncan Watmore skoraði þriðja og síðasta markið í uppbótartíma, en eftir sigurinn er Sunderland þó enn í fallsæti. Þeir eru í átjánda sætinu, stigi á eftir Norwich sem er í sautjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×