Enski boltinn

Berahino klúðraði tveimur vítaspyrnum og Watford vann

Berahino klúðrar öðru vítinu í dag.
Berahino klúðrar öðru vítinu í dag. vísir/getty
Saido Berahino klúðraði tveimur vítaspyrnum þegar WBA tapaði 0-1 fyrir Watford á heimavelli í dag og Everton og Southampton skildu jöfn, 1-1.

Ben Watson kom Watford yfir á 27. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki á The Hawthorns þrátt fyrir að WBA hafi fengið tvær vítaspyrnu. Saido Berahino tókst að klúðra þeim báðum.

Watford er í tólfta sætinu með 41 stig, en WBA er í fjórtánda með 40.

Everton og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í Guttagarði. Funes Mori kom Everton yfir í síðari hálfleik, en Saido Mane jafnaði metin og lokatölur 1-1.

Fjórtánda jafntefli EVerton á tímabilinu, en þeir eru í ellefta sætinu með 41 stig. Southampton er í sjöunda sætinu með 51 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×