Enski boltinn

Van Gaal: Verðum að spila á meiri hraða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Gaal á hliðarlínunni í dag.
Van Gaal á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Hollenski stjóri Manchester United, Louis van Gaal, var ekki ánægður með sína menn þrátt fyrir sigur í dag, en United vann 1-0 sigur á Aston Villa. Van Gaal vildi sjá sína menn spila á meiri hraða.

„Ég var ekki ánægður með frammistöðuna í dag því við spiluðum of hægt,” sagði Van Gaal við Sky Sports í leikslok og hélt áfram:

„Ég veit að það er erfitt að spila gegn liði sem er eins varnarsinnað og Aston Villa. Þeir voru þéttir, en þá þarftu að spila hraðar og þá opnast göt. Við gerðum það ekki í dag.”

Marcus Rashford heldur áfram að skora fyrir United og hann gerði enn eitt markið fyrir United í dag, en hann skoraði eftir fyrirgjöf Antonio Valencia. Markið má sjá hér.

„Ég var ánægður með fyrsta markið - það var mikilvægt. Þetta var góð skipting frá Rooney og góð sending frá Valencia. Hann sá Marcus hlaupa á nærstöngina og á réttum tíma gaf hann sendinguna. Þetta var frábært.”

„En við verðum að loka leikjunum fyrr og þá yrði þetta búið,” sagði Van Gaal sem er tilbúinn í baráttuna um Meistaradeildarsætið.

„Auðvitað erum við í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stigin þrjú voru mjög mikilvæg fyrir okkur,” sagði Hollendingurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×